Útiloka ekki rauða viðvörun og undirbúa viðbrögð við að „allt fari í skrúfuna“ Kristín Ólafsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 9. desember 2019 13:45 Það er spáð vonskuveðri. Vísir/vilhelm Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir í samtali við Vísi að undirbúningur fyrir veðrið á morgun sé á tveimur vígstöðum; annars vegar sé lögð áhersla á forvarnir og hins vegar viðbrögð við því ef „allt fari í skrúfuna“. Tekin verður ákvörðun síðdegis í dag hvort lýst verði yfir rauðri viðvörun á ákveðnum landsvæðum.„Í forvarnarhlutanum erum við að sinna ferðamönnum undir merkjum Safe travel. Þeim aðvörunum er streymt áfram á skjáupplýsingastöðvar á 104 stöðum um landið. Þar kemur þetta skýrt fram en svo, af því að þetta er það öflugt veður sem er líklegt til að hafa það mikil áhrif, þá útbjuggum við dreifiblað sem við erum búin að senda á hátt í fimm þúsund ferðaþjónustuaðila. Við biðjum þá að prenta blaðið út og taka samtal við sína ferðamenn um hvernig veðrið verður á morgun og hinn,“ segir Jónas.Þá bendir hann á að útlit sé fyrir að veðrið standi nokkuð lengi yfir. Þannig sé til að mynda ekki búist við að veðrinu sloti fyrr en á fimmtudagsmorguninn á austanverðu landinu. Björgunarsveitarmenn í öllum landshlutum verði í viðbragðsstöðu.„Við upplýsum okkar fólk um það sem framundan er á þeirra svæðum. Margar björgunarsveitir nýta tækifærið til að kíkja í hús og fara yfir óveðursbúnaðinn, hvort hann sé ekki í standi sem hann er nú yfirleitt alltaf, og svo eru menn í startholunum ef eitthvað kemur.“ Beðið eftir nýrri spám Eins og áður hefur komið fram eru appelsínugular viðvaranir í gildi í flestum landshlutum á morgun. Inntur eftir því hvort hann búist við því að jafnvel verði gripið til rauðrar viðvörunar segir Jónas að það kæmi sér ekki á óvart, en áréttar að þar séu veðurfræðingar sérfræðingarnir. „Það myndi ekki koma mér á óvart að það yrði gert á ákveðnum tímum og á ákveðnum svæðum. Veðurstofan ákveður það og við förum á fund með þeim klukkan tvö í dag eins og aðrir viðbragðsaðilar. Það er yfirleitt gert þegar svona er, þá hittast Almannavarnir, við og fleiri og fá betri upplýsingar um stöðuna hjá veðurfræðingum.“ Svona er staðan á landinu á morgun. Viðvaranir út í eitt.Skjáskot/Veðurstofa íslands Rauðar viðvaranir eru hæsta stig og boða mikil samfélagsleg áhrif af veðri, að því er fram kemur í umfjöllun um viðvaranakerfi Veðurstofunnar. Það yrði þá í fyrsta sinn síðan kerfið var tekið upp fyrir nokkrum árum sem slíkri viðvörun yrði lýst yfir. Á fyrrgreindum fundi Veðurstofunnar, Almannavarna og viðbragðsaðil verður staðan metin. Þá verður einnig fundur klukkan þrjú þar sem fulltrúar björgunarsveitanna munu funda með viðbragðsaðilum í Reykjavík. Þá verða sambærilegir fundir einnig haldnir víða á landinu í aðdraganda óveðursins. Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands að rætt verði á tvö-fundinum hvort lýsa eigi yfir rauðri viðvörun en einnig sé beðið eftir nýrri veðurspám. Ákvörðun um það ætti að liggja fyrir síðdegis í dag. „Það er ekki líkur á það verði rauð viðvörun í Reykjavík. Það svæði sem um er að ræða Norðurland-vestra og Strandirnar,“ segir Helga en þar er gert ráð fyrir miklu hvassviðri og ofankomu.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00 Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Gular viðvaranir orðnar að appelsínugulum Búist er við snjókomu, og síðar slyddu eða rigningu, suðvestanlands í dag þegar úrkomusvæði lægðar frá Grænlandshafi gengur yfir landið. 9. desember 2019 07:00
Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Vegagerðin gerir ráð fyrir að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. 9. desember 2019 12:42