Öllum leiðum út úr höfuðborginni mögulega lokað í um sólarhring Atli Ísleifsson skrifar 9. desember 2019 12:42 Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun. vísir/vilhelm Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mögulegt er að öllum leiðum út úr höfuðborgarsvæðinu verði lokað í um sólarhring frá hádegi á morgun. Áður hafði Vegagerðin sagt á heimasíðu sinni að búist væri við að leiðunum yrði lokað. Orðalagið hefur verið mildað í uppfærðri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar og nú segir að lokanir séu mögulegar. „Líkast til höfum við kveðið full sterkt að orði í síðasta pósti og þótt talað hafi verið um áætlaðar lokanir hafa margir skilið það sem svo að lokanirnar væru fast ákveðnar,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Er áréttað að Vegagerðin muni að sjálfsögðu miða aðgerðir sínar við aðstæður hverju sinni, vonandi þurfi ekki að loka öllum þessum vegum - eða loka þeim svona lengi – en rétt sé að vara við og vera við öllu búin. Búist er við aftakaveðri á nær öllu landinu á morgun og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun nær alls staðar. Líklegt er að öllum helstu leiðum út úr Reykjavík verði lokað um hádegi á morgun.vísir/hjalti Á vef Vegagerðarinnar segir að Suðurlandsvegur (frá Rauðavatni að Hveragerði), bæði um Hellisheiði og Þrengsli, verði líklegast lokaður frá hádegi á morgun, þriðjudag, til klukkan 13 á miðvikudag. Sömu sögu er að segja um Reykjanesbraut. Vegagerðin gerir sömuleiðis ráð fyrir að Vesturlandsvegi um Kjalarnes verði lokað klukkan 13 á morgun og í sólarhring. Að neðan má sjá áætlun Vegagerðarinnar um lokanir eins og staðan er núna en tekið skal fram að ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – geti lokanir tekið mið af því.Fréttin hefur verið uppfærð eftir uppfærða tilkynningu frá Vegagerðinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira