Stjörnurnar þrifu upp eggin og gáfu gjafabréf Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 8. desember 2019 18:21 Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Hópur tónlistarmanna og áhrifavalda fór nú síðdegis, vopnaður hreinsibúnaði, að einbýlishúsi í Laugardal til að þrífa upp egg sem grýtt var í húsið í gærkvöldi. Hreingerninguna má rekja til óánægju hópsins með umfjöllun DV sem greindi frá heimilisföngum tónlistarfólks í helgarblaði sínu. Fyrir vikið birtu nokkur úr þeirra hópi myndir af umræddu húsi á samfélagsmiðlum sínum sem þeir töldu vera í eigu ritstjóra DV, Lilju Katrínar Gunnarsdóttur. Hvöttu þeir fylgjendur sína til að „líta inn um gluggann“ á húsinu og sniðganga „sorpmiðilinn“ DV.Sjá einnig: Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmannaStjörnurnar höfðu hins vegar reitt sig á gamalt heimilisfang. Lilja Katrín er flutt úr húsinu og inn er flutt Bóel Guðlaugsdóttir. Henni brá því nokkuð í brún þegar hún heyrði dynk í gærkvöldi sem hún hélt upphaflega að væri eftir snjóbolta, eins og Bóel lýsti í samtali við Vísi í dag.Það var þó ekki um neinn snjóbolta að ræða, heldur egg sem einhver óprúttinn hafði kastað í rúðuna hennar. Bóel hvatti sökudólginn til að stíga fram og þrífa upp eftir sig, sem hann hefur þó ekki gert. Fyrrnefndum hópi tónlistar- og samfélagsmiðlafólks rann því blóðið til skyldunnar og mætti til að þrífa upp eftir eggjakastarann. Hópurinn þáði kaffibolla frá íbúum hússins, enda kalt í Laugardalnum í dag.Vísir/friðrikÞáðu kaffibolla og gáfu gjafabréf Meðal þeirra sem tóku þátt í hreingerningunni í dag voru tónlistarmennirnir Árni Páll Árnason (Herra Hnetusmjör) og Birgir Hákon Guðlaugsson auk Arons Más Ólafssonar (Aron Mola) leikara. Erfiðlega gekk fyrir hópinn að verða sér úti um stiga til að þrífa upp eggin, sem ómögulegt var að komast að með öðrum hætti. Miskunnsamur nágranni hljóp þá undir bagga með stjörnunum sem voru ekki lengi að þrífa upp eggjahvítu, rauðu og skurn af rúðu Bóelar. Í samtali við fréttastofu, sem fangaði hreingerninguna, sagði Aron Már að þetta væri það minnsta sem hópurinn gæti gert eftir misskilning síðasta sólarhrings. Hann segist þó enn ósáttur með umfjöllun DV, sem má „hysja upp um sig buxurnar,“ að sögn Arons. Það fór vel á með eigendum hússins og stjörnunum, sem þáðu kaffibolla og gáfu hinum grýttu húseigendum gjafabréf á veitingahús í skaðabætur fyrir allt ónæðið. Viðtal fréttastofu við Aron Má má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30 Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. 8. desember 2019 12:30
Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa síðasta sólarhringinn sést fordæma DV og hvetja til þess að fólk sniðgangi miðlinn. 7. desember 2019 19:57