Borgarleikhúsið setur upp verk um Villa Vill: „Tvær hliðar á sömu plötunni“ Andri Eysteinsson skrifar 7. desember 2019 16:30 Áður hefur verið sett upp verk um systur Vilhjálms. Elly. Vísir/Hanna Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021. Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Leikverk byggt á ævi söngvarans Vilhjálms Hólmars Vilhjálmssonar verður sett upp á fjölum Borgarleikhússins á næsta leikári. Höfundar verksins eru þeir sömu og settu upp vinsælasta leikverk Borgarleikhússins frá upphafi, Elly. Leikstjóri verksins segir að um sé að ræða aðra hlið á sömu plötunni. Gísli Örn Garðarsson leikstjóri er annar höfunda fyrirhugaðs verks, ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Í samtali við Vísi segir Gísli Örn að hugmyndin að verki um Villa hafi sprottið upp áður en að ákveðið var að setja Elly á svið. „Hugmyndin að Villa sprettur upp áður en við ákveðum að setja upp Elly, það eru örugglega komin fimm ár síðan,“ sagði Gísli Örn. Elly sem frumsýnd var í mars 2017 varð með tímanum vinsælasta sýning Borgarleikhússins, ekkert verk hefur verið sýnt jafn oft og yfir hundrað þúsund manns sáu verkið í Borgarleikhúsinu.Lést 33 ára að aldri Gísli segir að líklegast verði stokkað upp í leikaraliðinu. „Nú erum við að stíga skref til baka frá Elly og byrja upp á nýtt.“ Verkið sé þó ekki komið á það stig að nokkuð sé ráðið í þeim efnum. Vilhjálmur Vilhjálmsson fæddist 11. apríl árið 1945 í Merkinesi í Höfnum á Suðurnesjum. Villi var yngstur fimm systkina, Elly var næst elst systkinanna. Villi hóf árið 1965 að syngja með hljómsveit Ingimars Eydal en tónlistin varð aðalstarf Vilhjálms árið 1967. Villi og Elly sungu jafnan saman og kom platan Systkinin Vilhjálmur og Elly syngja saman árið 1969. Unnu þau alls fjórar plötur saman og náðu þær allar miklum vinsældum. Vilhjálmur lauk flugnámi og fluttist búferlum til Lúxemborgar árið 1970. Átta árum síðar lét hann lífið í smáríkinu í sviplegu umferðarslysi. Gísli Örn segir að í verkinu verði ævisagan Villa rakin. „Ævi Vilhjálms varð þó ekki löng, því miður.“ Gísli Örn Garðarson er annar höfunda verksins.Vísir/GettyVinnur að mörgum verkefnum en hlutirnir skýrast eftir áramót Gísli Örn segir að við undirbúningsvinnu verði rétt við þá sem þekktu Vilhjálm, þar á meðal börn hans. „Áður en við settum upp Elly ræddum við alla sem þekktu Villa og Elly og fengum að heyra fullt af sögum,“ segir Gísli og bætir við að nú hefjist það starf aftur. „Við ákváðum að setja Villa upp af því að við þekkjum lögin hans svo vel en þekki hann svo lítið,“ segir Gísli Örn.Ekki er ljóst hvenær verkið verður frumsýnt en Gísli Örn segir að nú fari vinna í hönd og frekari upplýsingar verði til reiðu fljótlega eftir áramót. Nú er verkefnið hjá Gísla Erni hins vegar stórt, að finna Villa.Uppfært klukkan 19:00: Fréttin var uppfærð til að árétta að áætlað er að sýningin verði frumsýnd á næsta leikári Borgarleikhússins, það er árið 2020-2021.
Leikhús Reykjavík Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira