Verkalýðshreyfingin áberandi í mótmælunum á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 14:35 Alls koma tólf samtök að mótmælaaðgerðunum í dag. Vísir/Stefán Óli Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli
Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira