Vill að hætt verði að halda villt spendýr í Húsdýragarðinum Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 13:38 Hildur Björnsdóttir segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. vísir/vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember. Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði sem snýr að því að borgin hætti að halda villt spendýr, fugla, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Nokkur umræða spratt aftur upp um aðbúnað sela og villtra dýra almennt í Húsdýragarðinum eftir að tilkynnt var að Snorri, um þrítugur selur, hafi drepist í síðasta mánuði. Hildur segir hugmyndina að tillögunni hafa blundað í sér lengi og rími við umræðuna um Húsdýragarðinn undanfarið. „Ég held að fólk í dag sé miklu meðvitaðra um aðbúnað dýra í dýragörðum og vill gera betur. Mér finnst ákveðin tímaskekkja hvernig við höldum á málum í garðinum.“ Hún segir að sér þyki mjög eðlilegt að borgin hætti að halda villt dýr og halda þeim lokuðum í Húsdýragarðinum. „Þá einbeitum við okkur frekar að því að hafa húsdýr sem er hægt að bjóða upp á góð skilyrði. Þá geti börn og fjölskyldur áfram kynnst þessum húsdýrum í einhverju eðlilegu og góðu umhverfi þar sem þeim líður vel.“ Snorri kom í heiminn árið 1989.Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Unnið til dæmis í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Í tillögunni sem lögð var fyrir borgarráð segir að unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar megi finna í Húsdýragarðinum, það er hvort þeim verði unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. „Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu „Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur,“ segir í tillögunni sem hefur verið vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs Reykjavíkurborgar. Uppfært með viðtali við Hildi í Bítinu á Bylgjunni 9. desember.
Borgarstjórn Dýr Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Selurinn Snorri allur Selurinn Snorri, sem hefur dvalið í Húsdýragarðinum í Reykjavík frá 1990, kvaddi þessa jarðvist og hélt á fund feðra sinna á dögunum. 7. nóvember 2019 13:31