Fjórðungur býst við uppsögnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2019 11:43 Gluggaþvottamenn að störfum. Vísir/vilhelm Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent. Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Stærstu fyrirtæki landsins gera heldur ráð fyrir fækkun starfsfólks á næstu sex mánuðum frekar en fjölgun. Horft er fram á fækkun í flestum atvinnugreinum, mestri í hvers kyns verslunarþjónustu og byggingastarfsemi, en starfsfólk í sérhæfðri þjónustu virðist búa við hvað mest starfsöryggi. Alls gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næsta hálfa ári, séu niðurstöður könnunnar sem lögð var fyrir stjórnendur 400 stærstu fyrirtæki landsins á dögunum heimfærðar á allan vinnumarkaðinn. Niðurstöður hennar eru reifar á vef Samtaka atvinnulífsins, sem leggur fram sambærilegar kannannir ársfjórðungslega. Þær tvær síðustu hafa gefið nokkuð svipaðar niðurstöður þegar kemur að væntingum stjórnendanna til starfsmannahalds á næstu sex mánuðum. Sú síðasta, sem lögð var fyrir fyrirtækin í haust, sýndi fram á að störfum gæti fækkað um 700.Niðurstöðurnar sem kynntar voru í dag bera með sér að lítill skortur sé á starfsfólki. Um 13 prósent stjórnendanna sögðust finna fyrir svipuðum skorti starfsfólks og fyrir ári síðan. Mestur sé skorturinn í „ýmissi sérhæfðri þjónustu.“Sjá einnig: Störfum gæti fækkað um 700 á næstu sex mánuðumÚr svörum stjórnendanna má jafnframt lesa að 14 prósent þeirra búist við að fjölga starfsfólki, samanborið við þau 24 prósent sem ætla að þeir muni skera niður. Fjölgunin er tæplega 1.100 hjá þeim sem áforma fjölgun en fækkunin rúmlega 1.700 hjá þeim sem áforma fækkun. Þannig er búist við að heildarfjöldi starfsmanna þessara 400 fyrirtækja muni fækka um hálft prósent næsta hálfa árið. Sé niðurstaðan yfirfærð á allan almenna vinnumarkaðinn gæti störfum fækkað um rúmlega 600 á næstu sex mánuðum.Atvinnuleysi eykst og launþegum fækkar Atvinnuleysi hefur aukist nokkuð á síðastliðnu ári, samhliða fjölmennum hópuppsögnum í fjármálageiranum og gjaldþroti flugfélaga. Rúmlega þrjú þúsund fleiri einstaklingar eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra, alls um 7700. Hagstofan greindi jafnframt frá því um miðjan nóvember síðastliðinn að launþegum í landinu hafi fækkað, í fyrsta sinn í næstum áratug. Við það tilefni sagði sérfræðingur hjá Hagstofunni að líklegt væri að atvinnulausum myndi halda áfram að fjölga, miðað við þá niðursveiflu sem orðið hefur. Það sem spyrnt hefur á móti þessari þróun er umtalsverð fjölgun starfsmanna sem að stærstum hluta starfa hjá hinu opinbera. Þannig er áætlað að þeim sem starfa í fræðslugreinum og opinberri stjórnsýslu hafi fjölgað um nærri 3.000 á einu ári, eða um tæplega sjö prósent. Þá hafi fólki í heilbrigðisþjónustu og umönnunarstörfum fjölgað um 800 eða rúmlega fjögur prósent.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. 20. nóvember 2019 19:30
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent