Zlatan, sem er nú samningslaus, fór yfir víðan völl en hann sagði meðal annars að hann væri að semja við lið sem þyrfti að fara vinna fótboltaleiki á nýjan leik.
Einnig ræddi hann um rimmur sínar við Marco Materazzi er Zlatan lék með Juventus og AC Milan en Materazze lék með Inter.
„Árið 2006 kom Materazzi inn í einvígi við mig eins og morðingi. Hann meiddi mig. Hann var harður fótboltamaður og það er fínt. Í fyrsta leiknum tímabilið 2010/2011 voru svo allir á móti í grannaslagnum,“ sagði Svíinn en þá var hann farinn frá Juventus og yfir til AC Milan.
Zlatan Ibrahimovic told GQ Italia that he waited four years for revenge on Marco Materazzi pic.twitter.com/rhf9o21Cfw
— B/R Football (@brfootball) December 5, 2019
Þeir spiluðu við grannanna í Inter Milan og það sauð allt upp úr.
„Ég fékk vítaspyrnu og hver braut á mér? Materazzi. 1-0 fyrir Milan. Í síðari hálfleiknum er Matrix að koma til mín og ég sparkaði hann niður með Taekwaendo-sparki. Ég sendi hann á sjúkrahús.“
„Dejan Stankovic (fyrirliði Inter) kom til mín og spurði mig afhverju ég hafi gert þetta. Ég svaraði honum: Ég hef verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár,“ sagði Zlatan.