Dauðsföllum vegna mislinga fer fjölgandi Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 23:17 Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. EPA/LYNN BO BO Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Rúmlega 140 þúsund manns dóu vegna mislinga í fyrra. Það er umtalsverð hlutfallsleg hækkun á milli ára en flestir hinna látnu voru börn undir fimm ára aldri. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, segja ástandið skuggalegt og hneisu þar sem auðvelt sé að stöðva mislinga með bólusetningum. Bretland, Grikkland, Tékkland og Albanía féllu í fyrra úr flokki þeirra ríkja þar sem mislingum hefur verið útrýmt. Útlit er fyrir að þetta ár verði enn verra. Tilfelli hafa ekki verið fleiri í Bandaríkjunum i í 25 ár og þá eru margir smitaðir í Kongó, Madagaskar og Úkraínu. Yfirvöld Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi þar sem tugir barna hafa dáið en áætlað er að á milli 28 og 40 prósent íbúa hafi verið bólusett þegar faraldurinn braust út.Samkvæmt áætluðum tölum WHO dóu 535.600 vegna mislinga árið 2000. Árið 2017 dóu 124.000 en í fyrra dóu 142.300. Rannsóknir sýna að mislingasmit getur haft veruleg áhrif á aðila, þó það dragi viðkomandi ekki til dauða. Ónæmiskerfi þeirra gæti beðið mikinn og langvarandi skaða, sem ógni lífi þeirra enn fremur. WHO segir bólusetningum ekki framfylgt nægjanlega. Stofnunin áætlar að um 86 prósent barna á heimsvísu hafi fengið fyrstu bólusetninguna en einungis 70 prósent hafi fengið þá síðari, sem lagt er til að allir fái. Til að sporna almennilega gegn dreifingu mislinga þurfi að bólusetja 95 prósent allra íbúa ríkja og það tvisvar sinnum. „Sú staðreynd að eitthvert barn dái vegna sjúkdóms eins og mislinga sem hægt er að koma í veg fyrir með bólusetningu er, hreint út sagt, hneisa og klúður heimsins í að vernda viðkvæmustu börnin,“ segir Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira