Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 22:01 Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Forsvarsmenn Ölgerðarinnar segja vinnutímastyttingu sem samið var um við starfsmenn fyrirtækisins fyrir nokkrum árum hafa gengið mun lengra en sú stytting sem samið var um í Lífskjarasamningunum svokölluðu. Það hafi VR staðfest við Ölgerðina í dag og sé það í ósamræmi við ummæli Stefáns Sveinbjörnssonar, framkvæmdastjóra VR, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar sagði Stefán að Ölgerðin hafi reynt að koma sér undan skyldum sínum gagnvart starfsmönnum fyrirtækisins sem eru félagsmenn í VR.Sjá einnig: Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá ÖlgerðinniÍ yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að því hafi ranglega verið haldið fram síðustu daga að fyrirtækið hafi reynt að komast hjá styttingu vinnutíma. Hið rétta sé að fyrirtækið hafi um árabil verið með styttri vinnuskyldu í dreifingardeild fyrirtækisins, vöruhúsi og öðrum deildum. Engu skipti hvort starfsmenn sú í Eflingu eða VR. Fyrirtækið hafi skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um. Enn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. „Af um 25 bílstjórum Ölgerðarinnar eru 6 í VR sem taka réttindum og skyldum VR. Af um 140 starfsmönnum verksmiðju og vöruhúss voru um 3 sem tóku réttindum og skyldum VR en langflestir hinna í Eflingu. Ölgerðin óskaði eftir því að þeir starfsmenn sem eru í VR myndu framvegis taka kjarabreytingum eftir samningum Eflingar. Ölgerðin virðir félagafrelsi en starfsmönnum hefur verið frjálst að greiða félagsgjöld í þau stéttarfélag sem þeir kjósa,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að of harkalega orðað bréf hafi verið afhent átta starfsmönnum og hafi þeir verið beðnir afsökunar á orðalaginu á föstudag í síðustu viku.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út„Slíkt bréf er alls ekki í anda Ölgerðarinnar, sem ætíð hefur kappkostað að koma fram af virðingu við starfsfólk sitt og hefur til að mynda gefið starfsmönnum sínum frí á aðfangadag, gamlársdag og allan daginn 2. janúar um nokkurra ára skeið, sem er vel umfram alla samninga,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15 Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR. 5. desember 2019 19:15
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02