Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:17 Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. Fréttablaðið/anton brink „Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
„Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30