Mikilvægi sjálfboðastarfs Þorgeir Þorsteinsson skrifar 5. desember 2019 10:00 Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í landi þar sem efnahagsástandið er mjög óstöðugt í augnablikinu og framtíðarhorfur eru óvissar, er eitt alveg ljóst: þörfin fyrir hjálparhönd og samheldni hefur sjaldan verið meiri. Sem betur fer eru Argentínumennirnir þeir vingjarnlegustu sem hægt er að finna og hversu miklu þeir deila er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir að margir Argentínumenn hafi upplifað svipaða tíma áður, þá er þetta fyrsta upplifunin fyrir börnin sem ég hef unnið með í Las Tejedoras sem er mjög fátækt hverfi í útjaðri Buenos Aires. Efnahagslegir erfiðleikar lenda oftast verst á hinum fátækustu og fyrir suma íbúa í Ingeniero Budge hverfinu, þar sem fjölskyldan sem ég dvelst hjá, eru erfiðir tímar. Sumt fólk í hverfinu hefur um árabil sýnt ótrúlegt rausnarskap sitt með því að gefa af tíma sínum og fjármunum til umbóta í samfélaginu. Börn á öllum aldri geta komið þangað, fengið sér mat og tekið þátt í því sem við skipuleggjum með þeim.Matarpökkum er einnig dreift til fjölskyldna í neyð. Ástandið var ekki eins slæmt fyrir fjórum mánuðum þegar ég kom og við höfum séð aukningu á börnunum sem mæta Þó er það góð tilfinning að sjá þau fara heim með bros á vör. Það eru forréttindi að geta farið til annars lands og upplifað menninguna, sérstaklega með því að búa hjá argentínskri fjölskyldu. Þú færð einstaka innsýn í líf venjulegra Argentínumanna og gerir vonandi eitthvað gott á meðan þú ert á staðnum. Það er stundum erfitt að ræða við vini mína hér úr hverfinu um Ísland og aðstæðurnar þar, mér finnst það næstum vandræðalegt og ég vildi óska þess að þeir hefðu sömu tækifæri og ég. Reynsla mín hér hefur gert mér grein fyrir því hve ótrúlega gott við höfum það heima. Það hefur opnað augu mín fyrir mörgu og þó svo að ég hafi eytt miklum tíma í Las Tejedoras, þá finnst mér það jafn mikilvægt og aðalverkefnið um félagslegt frumkvöðlastarf.AðsendÁsamt samtökunum Subir al Sur höfum við skipulagt viðburði með það að markmiði að styrkja sjálfboðaliðastarf í Buenos Aires þar sem sjálfboðaliðastarf er órjúfanlegur hluti flestra samfélaga og getur haft ótrúlegan samfélagslegan ávinning sem og faglegan ávinning fyrir fólk. Það er mjög mikilvægt að hafa sterkan grunn sjálfboðaliða og annarra sem taka þátt og með þessum verkefnum stefnum við að því að ná til heimamanna og fræða þá um mikilvægi sjálfboðaliða og aðstoða almennt. Við vonumst til að bæði mennta og fá í lið með okkur fleiri heimamenn sem sjálfboðaliða fyrir innlend, sem og erlend verkefni. Helsti markhópurinn er ungt fólk á aldrinum 16 til 30 ára en að fá leiðbeinendur fyrir sjálfboðaliða og hýsifjölskyldur er einnig stór hluti af markmiði okkar. Það er órjúfanlegur hluti af því að styrkja núverandi innviði sjálfboðaliðasamtaka í Buenos Aires og við vonumst til að byggja á því mikla starfi sem þegar hefur verið unnið. Eftir að hafa verið hér í Argentínu í meira en fjóra mánuði, sem er rúmur helmingur dvalar minnar hér, er áhugavert að líta til baka og hugsa um það sem hefur gerst hingað til. Að sjá og upplifa andstæðurnar milli þessa lands og míns (lands sem er nokkuð einangrað og mjög stöðugt) hefur gefið mér annað sjónarhorn og maður getur vissulega séð mikilvægi og þörf sjálfboðaliða á stað eins og þessum. Sérstaklega að búa hjá fjölskyldu, í hverfi þar sem erfiðleikar hafa verið miklir og er enn með mörg vandamál, gefur virkilega áhugaverða innsýn í menningu og líf venjulegs fólks. Einnig sú ótrúlega vinna sem samtök sjálfboðaliða vinna alls staðar. Þú sérð hluti í sjónvarpinu eða lest eitthvað á netinu svo þú hefur ákveðnar væntingar áður en þú kemur á staðinn, en svo er raunveruleikinn allt öðruvísi þegar þú ert þar og hittir og umgengst fólkið. Á tíma mínum hérna hef ég ekki aðeins lært tungumálið og hvernig á að spila Truco heldur hef ég lært mikilvægi þess að deila, hjálpa, vera þakklátur fyrir og nota það sem ég hef. Þetta eru þau atriði sem ég tek með mér aftur heim og deili með fólki þar, sem verður hluti af mér það sem eftir er ævinnar.Höfundur er sjálfboðaliði í Argentínu. Greinin er rituð í tilefni af alþjóðlegum degi sjálfboðaliða.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun