Fjármálalæsi Lóu Eyþór Arnalds skrifar 4. desember 2019 18:45 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Eyþór Arnalds Reykjavík Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borgarstjórn hrósar sér og meirihlutanum fyrir ábyrga fjármálastjórn. Ég hef ítrekað bent á þá staðreynd að skuldasöfnun borgarinnar sé upp á meira en milljarð á mánuði. Reyndar jukust skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar um heila 24 milljarða frá síðustu áramótum. Þetta getur seint talist ábyrgt. Rekstrarkostnaður vex um 16% á 2 árum. Þetta kallar oddviti Viðreisnar aðhald í rekstri.64 milljarða skuldahækkun Loks tekur steininn úr þegar Þórdís Lóa sakar okkur um „loftútreikninga“ þegar við bendum einfaldlega á þá staðreynd að nú er gert ráð fyrir í nýsamþykktri fjárhagsáætlun að skuldir verði heilum 64 milljörðum hærri en lá fyrir í fjárhagsáætlun fyrir kosningarnar í fyrra. Það er því rétt að fara yfir útreikningana. Þeir ættu að vera auðveldir hverjum þeim sem setið hefur í 4. bekk grunnskóla. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem kynnt var fyrir kosningar áttu skuldir samstæðu borgarinnar að vera 304 milljarðar árið 2022. Í sambærilegri fimm ára áætlun sem samþykkt var í borgarstjórn á fimmtudaginn er skuldatalan komin upp í 368 milljarða (bls 97). Þórdísi Lóu til útskýringar eru 368-304=64. Með öðrum orðum; skuldir verða 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en kynnt var fyrir kosningar. Ekki ætla ég Þórdísi Lóu að það sé viljandi farið með rangt mál, en fjármálalæsi hennar er áhyggjuefni.Höfundur er oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar