Frumvarp um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmáli samþykkt á Alþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2019 16:21 Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður. Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um heimild til að greiða bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála var samþykkt á Alþingi í dag með 41 atkvæði gegn níu. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna en níu voru fjarverandi og einn með skráða fjarvist. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þá voru Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson, einnig þingmenn Sjálfstæðisflokksins, meðal þeirra sem voru fjarverandi auk þeirra Katrínar Jakobsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem eru stödd á Bretlandseyjum í tengslum við 70 ára afmæli Atlantshafsbandalagsins. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var jafnframt einn þeirra þriggja sem sátu hjá. Frumvarpið hefur verið nokkuð umdeilt en með því er ríkinu veitt heimild til að greiða þeim bætur sem sýknaðir voru í Hæstarétti í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála og eftirlifandi mökum og börnum þeirra sýknuðu sem látnir eru, ef við á. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þeirra á meðal Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna. „Eins og ég hef nefnt hérna áður þá mun ég sitja hjá við atkvæðagreiðsluna vegna tengsla minna, persónulegra tengsla, við aðila sem kemur málinu við. Þó hefur það verið í því hlutverki að mæla fyrir því að málið verði samþykkt. Ég verð að segja það að umræðunnar upp á síðkastið hafa dregið mjög úr mikilli sannfæringu minni gagnvart málinu að ég hugsa að ég myndi sitja hjá, jafnvel ef ekki væri fyrir fyrrnefnd tengsl,“ sagði Helgi Hrafn. Sigríður Á Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins rifjaði einnig upp að þetta væri í þriðja sinn sem Guðmundar- og Geirfinnsmálið ratar í þingsal. „Ég greiði atkvæði með því frumvarpi vegna þess að ég tel nauðsynlegt að þessu máli ljúki með einhverjum hætti formlega í ljósi sýknu dóms Hæstaréttar á dögunum. Ég tel hins vegar málið meingallað, bæði efnislega og formlega allt of snemma fram komið hér á þinginu í ljósi þess farvegs sem málið er nú komið í,“ sagði Sigríður.
Alþingi Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37 Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28 „Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
„Landslið lögfræðinga” hafi skoðað bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum „Það er hreint ekki óeðlilegt að Alþingi komi að þessu máli í ljósi aðkomu þingsins á fyrri stigum þess,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún mælti fyrir frumvarpi um bætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 18:37
Vonar að frumvarp um bætur til sakborninga leiði til sátta Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að verði frumvarp hennar um sanngirnisbætur til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum að lögum sé til marks um skýran vilja Alþingis til að stjórnvöld sýni yfirbót vegna þeirrar meðferðar sem umrætt fólk sætti. 8. október 2019 20:28
„Erum við að fara að stofna nýjan flokk?“ „Mér sýnist svo stefni að ég og háttvirtur þingmaður Helga Vala Helgadóttir endum í sama flokki,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, léttur í bragði í umræðum um frumvarp forsætisráðherra um bótagreiðslur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. 8. október 2019 20:30