Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:15 Guðjón Guðmundsson á Laugardalsvellinum í dag. Mynd/S2 Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars. Guðjón Guðmundsson skellti sér niður á snævi þakktan Laugardalsvöll í dag og skoðaði aðstæður en svona gætu aðstæðurnar verið þegar Íslands fær Rúmeníu í heimsókn 26. mars næstkomandi. Knattspyrnusamband Íslands hefur sett í gang aðgerðaráætlun svo að Laugardalsvöllurinn verði leikfær á þessum mikilvæga degi.Vitum ekkert hvað bíður okkar „Við erum að fást við íslenska vetur og vitum ekkert hvað bíður okkar. Við þurfum því í okkar plönum að gera ráð fyrir öllum sviðsmyndum og það er ekki einfalt,“ sagði Víðir Reynisson, starfsmaður KSÍ. „Við þurfum bæði að vera heppin með aðstæður en svo þurfa þær aðgerðir sem Kristinn vallarstjóri og hans menn hafa lagt til, að ganga upp. Það eru margir óvissuþættir í því ennþá,“ sagði Víðir en hverjir eru helstu óvissuþættirnir. „Við ráðum lítið við veðrið en við erum með áætlanir með að vinna þannig í vellinum að reyna að draga úr sveiflunum sem geta orðið. Síðan erum við að skoða hvenær við þurfum að bregðast við ef við þurfum að breyta okkar áætlunum. Okkar verkefni núna er að skila tillögum til stjórnar KSÍ fyrir 12. desember þannig að aðgerðaáætlun vetrarins liggi fyrir þá,“ sagði Víðir. Það er ekki nóg að huga að vellinum tveimur vikum fyrir leik.Sérfræðingar á öllum mögulegum sviðum „Við byrjuðum á þessu fyrir talsverðu síðan þegar ljóst væri að umspilið yrði okkar hlutskipti í keppninni. Við höfum unnið í þessu daglega síðan og það er ansi stór hópur manna sem kemur að þessu og mitt verkefni er að leiða þann hóp,“ sagði Víðir. „Við erum búnir að kalla til sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum og erum í samskiptum við aðila sem við teljum að geti hjálpað okkur við þetta. Verkefnið er snúið og mikil áskorun en jafnframt mjög skemmtilegt fyrir okkur,“ sagði Víðir. Árið 2013 þurfti KSÍ að leggja hitadúk yfir völlinn fyrir leik á móti Króatíu í umspili fyrir HM 2014. Sá leikur fór fram í nóvember en verkefnið er hins vegar viðameira fyrir leikinn á móti Rúmeníu í mars á næsta ári. „Það verður stefnt að því að gera svipað en dúkurinn verður kannski lengur yfir vellinum á næsta ári en var fyrir Króatíuleikinn. Þá var hann yfir vellinum í kringum viku. Núna vonumst við að fá hann þremur vikum fyrir leik,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar. Það þarf að gera meira en að leggja dúkinn yfir völlinn.Mikil vinna í svörtu skammdeginu „Við þurfum að gera miklu miklu meira. Þetta er búið að vera mánaðarundirbúningur síðan að við áttuðum okkur á því að við værum að fara í umspilið. Þetta verður undirbúningur fram að leik eða desember, janúar og febrúar í ákveðinni vinnur og svo kemur hitadúkurinn hugsanlega í mars. Plan og vinna í svarta skammdeginu verður mikil,“ sagði Kristinn. Það er búið að fjárfesta í jarðvegshitamælum og rakamælum sem ætlunin er að graf í völlinn. „Við fylgjumst þar með hitastiginu og ástandinu á vellinum í tölvunni,“ sagði Kristinn. Það má sjá allt innslag Guðjóns Guðmundssonar hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: KSÍ undirbýr Laugardalsvöllinn fyrir umspilsleikinn í mars
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Reykjavík Sportpakkinn Veður Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti