Mitt álit á dönskukennslu í grunnskólum á Íslandi Óskar Guðnason skrifar 4. desember 2019 15:30 Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ljóst er að það á að fórna íslenskunni fyrir dönskuna áfram. Gamla nýlenduveldið Danmörk er búið að borga hluta af dönskunáminu á Íslandi fram í tímann og íslenskir unglingar eru skyldaðir til þess að læra dönsku, þrjá tíma á viku. Það er svo gott fyrir samskiptin við Norðurlönd þar sem flestir tala reyndar ensku við Íslendinga! Í dönskum framhaldsskólum og æðri menntastofnunum í Danmörku og líka annars staðar á Norðurlöndum er allt kennt á ensku fyrir útlendinga þ.á.m. Íslendinga - vegna Evrópusambandsins. En samt skal hafa þrjá tíma á viku í dönsku í unglingaskólum á Íslandi þó svo að stór hluti af unglingunum skilji ekki íslensku og geti því ekki skilið almennilega og lært önnur fög sem að kennd eru á íslensku í skólunum á Íslandi. Og nú á að auka álagið á þau, án þess að minnst sé á að minnka dönskukennslu eða gera hana að valfagi. Og ekki er tvítyngdum börnum eða foreldrum þeirra bent á að börnin þeirra séu ekki skyldug til þess að læra dönsku - eða ensku. Nei skólarnir gera það ekki samkvæmt skipun að ofan virðist vera. Er það af því að skólunum ber skylda til að kenna börnum á þeirra móðurmáli - t.d. pólsku, tælensku o.s.frv. En hvar er það gert? Nei, það er ekki minnst á það við skólasetningu á hausti. En lögð er rík áhersla á dönskukúgunina áfram. Hún sé svo nauðsynleg. Hve mörg börn ætli séu inni á dönsku efni í símunum sínum dags daglega? Dönskunámið er eingöngu til þess að auka álagið á íslenska grunnskólanemendur - álag sem að nú þegar er orðið mjög mikið. Til dæmis vegna áhugamála utan skóla. En haldið skal í úrelta gamla hugmynd um tengsl Norðurlandanna og íslenskum ungmennum skal fórnað fyrir dönsku konungshirðina.Höfundur er fyrrverandi grunnskólakennari.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar