Athöfnin fór fram fyrir leik Spartans og Duke í háskólakörfuboltanum.
Green spilaði frábærlega fyrir skólann og fór tvisvar með honum í Final Four. Hann hefur svo haldið sterku sambandi við skólann á meðan hann spilar með Golden State Warriors í NBA-deildinni. Hann hefur látið umtalsvert fé renna til skólans.
Thank you, @Money23Green#SFLpic.twitter.com/5Wv7levyvC
— Michigan State Basketball (@MSU_Basketball) December 4, 2019
„Maður fer en kemur alltaf til baka. Sýnir ungu drengjunum hvernig þetta er gert og reynir að leiðbeina þeim. Maður sendir þeim skilaboð yfir tímabilið og hvetur þá áfram,“ sagði Green en hann mun halda áfram að láta gott af sér leiða til skólans.
Því miður fyrir Green þá tapaði hans lið svo leiknum, 75-87.