Gefa út litabók til að ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 09:30 Håkan Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans. Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hefur í félagi við teiknarann Börje Svensson gefið út litabók með texta sem ætlað er auka þekkingu og ýta undir að við sýnum hvert öðru áhuga. Í bókinni segir frá hinum sænska Oscar og hinni íslensku Freyju þar sem þau segja hvort öðru frá sínu landi. Juholt hefur nú gegnt stöðu sendiherra á Íslandi í á þriðja ár og segir hann að hann vonist til að með bókinni verði hægt að auka sameiginleika landanna og samkennd. Dregur hann fram líkindi milli Svíþjóðar og Íslands, en einnig það sem er ólíkt, séð úr augum barna. Bókin ber heitið Svona gerum við. Við gerum svona. „Bókin byggir á fínum myndum Börje Svensson. Mitt framlag er að ég hef skrifað þessa stuttu texta um Freyju og Oscar. Börnin segja hvort öðru frá lífi sínu í sínu heimalandi, um hefðir, sérstaka staði, mat og áhugamál,“ segir Juholt. Í bókinni segja þau Freyja og Oscar meðal annars frá Hallgrímskirkju, sænskar bolludagsbollur (s. semlor), elgum og fleiru.Oscar segir hér frá elgunum í sænsku skógunum.Óhagnaðardrifið verkefni Börje Svensson var með sýningu í sænska sendiherrabústaðnum síðasta vor og segir að það hafi fín upplifun. „Við „fundum hvorn annan֧“ og byrjuðum fljótlega að ræða um að vinna að verkefni saman. Ég sá hvað Håkan var virkur í sinni vinnu að auka tengslin milli Svíþjóðar og Íslands, svo ég lagði til að við myndum vinna saman litabók og hann beit á, var til í það.“ Juholt segist hafa líkað mjög vel við hugmyndina um litabók fyrir börn. „Bókin er framlag til þess að auka áhuga á og þekkingu um hvert annað. Það er mikil hlýja og gleði í myndum Börje. Þetta er óhagnaðardrifið verkefni og það er von mín að bókin nái til sem flestra fjölskyldna og geri okkur forvitnari um hvert annað.“ Sala ætluð að standa straum af prentkostnaði Juholt segir að litabókin verði til að byrja með seld á 400 krónur til að standa straum af prentkostnaði og að eftir það verði hægt að nálgast hana frítt. Vonast hann til að síðar verði hægt að dreifa litabókinni frítt í skóla, sjúkrahús, til félagasamtaka og allra þeirra sem áhuga hafa. Þó gætu einhverjir mánuðir liðið þar til að það verði hægt. „Þannig að þeir sem kaupa litabókina, gera það verkefni að möguleika,“ segir sendiherrann. Hann segir að hægt verði að nálgast bókina til dæmis með því að hafa samband í tölvupósti, hakan.juholt@gov.se, eða þá í gegnum Facebook-síðu hans.
Börn og uppeldi Myndlist Svíþjóð Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira