Ekki bótaskylt vegna tugmilljóna fjárdráttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 09:15 Dæmt var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/vilhelm Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtækið KPMG hefur verið sýknað af 50 milljóna bótakröfu Byggingarfélagsins Hyrnu á Akureyri. Stjórnendur Hyrnu töldu að KPMG væri bótaskylt þar sem endurskoðun reikninga hafi verið ófullnægjandi, ekki hafi komist upp um rúmlega 50 milljóna fjárdrátt fyrrverandi fjármálastjóra Hyrnu á fimmtán ára tímabili fyrr en raun bar vitni.Fjármálastjóri Hyrnuvar dæmd í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra árið 2016fyrir stórfelldan fjárdrátt. Hafði hún frá árinu 2000 til 2015 dregið sér fé frá byggingarfyrirtækinu, rétt rúmar fimmtíu milljónir króna.Skömmu eftir að fjárdrátturinn komst upp sendi Hyrna bréf til KPMG þar sem krafist var bóta. Byggt var á því að endurskoðun KPMG á ársreikningi Hyrnu hefði verið ófullnægjandi og það leitt til tjóns félagsins. KPMG hafnaði kröfunni og tók fram að ekki hefði verið sýnt fram á að endurskoðunaraðgerðum hefði verið ábótavant umrædd ár.Byggði Hyrna mál sitt meðal annars á því að endurskoðendur KPMG hefðu átt að verða varir við fjárdráttinn þegar árleg endurskoðun á reikninum félagsins stóð yfir. KPMG benti hins vegar á að félagið hafi varað og vakið athygli stjórnenda Hyrnu á því að fjármálastjórinn annaðist bókhald, greiðslu reikninga og launaútreikninga.Vinnubrögð í samræmi við alþjóðlega staðlaÞá hafi fjárdráttur fjármálastjórans verið töluvert fyrir innan svokölluð mikilvægismörk, sú fjárhæð sem reikna má með að skekkjur eða villur samanlagt myndi og hægt sé að samþykkja án þess að óska eftir leiðréttingum á reikningsskilum.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að vinnubrögð KPMG hafi verið í „í samræmi við góða endurskoðunarvenju og þá alþjóðlegu endurskoðunarstaðla“ sem KPMG ber að fara eftir. Ekki hafi verið sýnt fram á að starfsmenn félagsins hafi brugðist skyldum sínum eða gert mistök við endurskoðun á ársreikningum Hyrnu á umræddu tímabili sem leitt geti til bótaskyldu.Var KPMG því sýknað af kröfum Hyrnu auk þess sem að byggingarfyrirtækið þarf að greiða KPMG 1,2 milljónir í málskostnað.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir 15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42 Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
15 mánaða fangelsi fyrir stórfelldan fjárdrátt Dró sér 50 milljónir og millifærði á fyrirtæki sonar síns 8. júní 2016 09:42
Játar að hafa dregið að sér rúmar fimmtíu milljónir Fjármálastjóra byggingafélags á Akureyri var sagt upp störfum í síðustu viku eftir að upp komst um stórfelldan fjárdrátt starfsmannsins sem spannaði rúmlega 15 ára tímabil. 16. júní 2015 13:27