Maðurinn sem barðist við árásarmanninn með skögultönn hylltur sem hetja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 11:42 Skjáskot úr myndbandi. Hér má sjá skögultönnina. Vísir/skjáskot. Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk. Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Starfsmaður veislusalarins þar sem árásin sem framin var í London á föstudaginn hófst hefur verið hylltur sem hetja fyrir framgöngu sína við það að yfirbuga árásarmanninn. Hann var stunginn fimm sinnum en tókst að reka árásarmanninn út vopnaður skögultönn úr náhvali sem hékk á vegg salarins.Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan í salnum. Meðal þeirra var maður sem aðeins hefur verið nafngreindur hefur verið sem Lukasz, pólskur starfsmaður veislusalarins.Á vef Sky News er rætt við Toby Williamson framkvæmdastjóra veislusalarins þar sem hann lýsir framgöngu Lukasz. Segir Williamson að Lukasz hafi verið að vaska upp glös í kjallaranum er hann heyrði öskur. Það var þá sem árásarmaðurinn, Usman Khan, lét til skarar skríða með þeim afleiðingum að tveir létust.„Hann er með próf í fyrstuhjálp svo hann ákveður að hlaupa upp. Það er augljóst hvað er í gangi,“ sagði Williamson við Sky News. Það sem blasti við var Khan, vopnaður tveimur hnífum, að gera atlögu að gestum salarins.„Hann sér þessa skögultönn og tekur hana og byrjar að slást,“ sagði Williamson og bætir við að Lukasz hafi verið einn síns liðs.„Hann er að reyna að kaupa tíma fyrir hina til þess að flýja. Hann nær að stinga í átt að árásarmanninum og hittir í brjóstkassa hans,“ sagði Williamson. Þá varð ljóst að Khan var klæddur í einhvers konar vesti og segir Willamson á meðan þessu stóð hafi Lukasz verið stunginn fimm sinnum.„Hann er illa særður en hættir ekki,“ segir Williamson. Fljótlega bættust aðrir í hópinn til aðstoða Lukasz. Flúði árásarmaðurinn þá út en mennirnir sem höfðu barist við hann eltu hann út, meðal annars vopnaðir skögultönninni og slökkvitæki. Á myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hvernig mönnunum tókst að yfirbuga Khan, áður en lögregla mætir á svæðið.Í frétt Sky News segir að Lukasz muni fá orðu í Póllandi fyrir hugrekki hans á föstudaginn en hann hefur verið hylltur sem hetja í Bretlandi fyrir þátt sinn í að yfirbuga árásarmanninn og koma í veg fyrir frekari mannskaða.Tveir létust í árásinni sem rannsökuð er sem hryðjuverk.
Bretland England Tengdar fréttir Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17 25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53 Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58 Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Konan sem lést í árásinni í London var 23 ára fyrrum nemi við Cambridge Breskir fjölmiðlar hafa nú nafngreint bæði fórnarlömb stunguárásarinnar á Lundúnarbrú síðasta föstudag. 1. desember 2019 17:17
25 ára lögfræðingur meðal þeirra sem voru stungin til bana í gær Breskir fjölmiðlar hafa nú greint frá nafni eins fórnarlambsins í stunguárásinni á Lundúnarbrú í gær. Annar þeirra sem léstust í árásinni var hinn 25 ára gamli Jack Merritt. 30. nóvember 2019 15:53
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. 30. nóvember 2019 08:58
Dæmdur morðingi meðal þeirra sem skárust í leikinn í Lundúnum Greint var frá því síðasta föstudag að hópur almennra borgara hafi tekið málin í sínar eigin hendur þegar þeir urðu vitni að ódæði Usman Khan á Lundúnarbrú. 1. desember 2019 15:01