Trump segir Demókrata smána sig með ákærunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2019 19:00 Trump forseti á fjöldafundi í Michigan í nótt. Vísir/AP Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Fulltrúadeild bandaríska þingsins ákærði Donald Trump forseta til embættismissis í nótt. Þetta er í þriðja skipti í tæplega 250 ára sögu ríkisins sem slík ákæra er samþykkt. Samþykkt var að ákæra forsetann fyrir tvö meint brot. Annað snýr að misbeitingu valds en hitt að því að Trump hafi hindrað rannsókn þingsins á meintum þrýstingu sem hann á að hafa beitt Úkraínuforseta svo hann myndi rannsaka pólitískan andstæðing Trumps. Forsetinn var sjálfur með fjöldafund í Michigan á meðan þingfundi stóð. Atburðirnir í Washington lituðu fundinn. „Demókratar klikkuðu Nancy [Nancy] Pelosi (forseta fulltrúadeildarinnar) hafa sett á sig eilífan smánarblett. Þannig er það. Þetta er til skammar,“ sagði forsetinn. Stuðningsmenn forsetans tóku í sama streng en andstæðingar voru ósammála. „Pelosi, [Adam] Schiff (formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinar) og þau öll, að gera það sem þau eru að gera? Mér finnst að það ætti að ákæra þau fyrir landráð,“ sagði Trump-kjósandinn Dale Vodden við AP í nótt. Mary Anto, 25 ára Demókrati, tók ákærunni aftur á móti fagnandi. „Þetta skref Demókrata gleður mig mjög. Það má ekki leyfa Trump að komast upp með þetta allt saman.“ Ákæran hefur vakið heimsathygli, enda Trump einungis þriðji Bandaríkjaforsetinn sem er ákærður til embættismissis. Öldungadeildin, sem Repúblikanar stýra, mun rétta í málinu en vegna ósættis með fyrirkomulagið er ekki ljóst hvenær það verður.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira