Munar hátt í tvö þúsund krónum á Quality Street dósunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 11:09 Quality Street er líklega helsti samkeppnisaðili Nóa konfekts hér á landi þegar kemur að sætindum um jólin. Nestle Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst. Jólamatur Neytendur Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Mikill verðmunur var á jólamat í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var þriðjudaginn 17. desember. Oft var um 1500-2000 króna verðmunur á kílóverði af kjöti og getur því munað háum upphæðum þegar kaupa þarf mikið magn af kjöti og mögulega fleiri en eina tegund. Sem dæmi má nefna að 2.006 krónu eða 67% munur var á kílóverði af Kea hangilæri sem jafngildir 4.012 kr. verðmun ef keypt er tveggja kílóa læri. Í mörgum tilfellum var einnig mikill munur á verði á öðrum algengum jólavörum eins og konfekti og ávöxtum og grænmeti. Má þar nefna að 1.730 kr. munur var á hæsta og lægsta verði á 2kg Quality Street konfekt dós. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni, í 75 tilvikum af 122 en Iceland oftast með hæsta verðið í 57 tilvikum. Þess ber þó að geta að lægsta verðið á kjöti dreifðist á margar verslanir. Mikill verðmunur á hangilærum og kalkúnabringum milli verslana Eins og fyrr segir var 2.006 kr. munur á hæsta og lægsta kílóverði á úrbeinuðu hangilæri frá Kea. Lægst verðið var í Kjörbúðinni, 2.993 kr. en það hæsta hjá Iceland, 4.999 krónur og er það 67% verðmunur. Þá var allt að 130% munur á kílóverði af frosnum kalkúnabringum. Lægst var kílóverðið á kalkúnabringum í Nettó, 1.990 kr. en hæst hjá Heimkaupum 4.578 kr. sem gerir 2.588 kr. verðmun. Mjög mikill munur var á verði á konfekti eftir verslunum eða allt að 82% verðmunur í tilfelli 679 gramma pakka af Quality street konfekti. Lægsta verðið var hjá Bónus 1.098 kr. en það hæsta í Iceland 1.999 kr. en það gerir 901 kr. verðmun. Verðmunurinn á algengum jólavörum er töluverður á milli verslana.ASÍ Í krónum talið var mesti verðmunurinn á 2 kg Quality street dós, 1.730 kr. sem jafngildir 76% verðmun. Lægsta verðið á henni var einnig í Bónus, 2.269 kr. en það hæsta í Iceland 3.999 krónur. Dósin var einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus og kostaði þar 2.270 kr. Sem dæmi um þann mikla verðmun sem getur verið á ávöxtum má nefna 147% mun á kílóverði af bláberjum. Lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 1.716 kr. en það hæsta hjá Heimkaupum 4.232 kr. Allt að 5.860 kr. verðmunur á vörukörfu með fjórum vörum Í mörgum tilfellum er verðmunur á vörum milli verslana það mikill að hann er fljótur að hlaupa á þúsundum króna ef nokkrar vörur er keyptar. Það getur því verið auðvelt að spara háar fjárhæðir, jafnvel þegar keyptar eru fáar vörur. Ef keyptar eru fjórar algengar jólavörur, þ.e. 2,5 kg hamborgarahryggur frá Kjarnafæði, fimmtán Kristjáns laufabrauðskökur, hátíðarsíld frá Ora og 2kg Quality Street konfekt dós er verðmunurinn 5.860 á milli Bónus þar sem verðið er lægst og Iceland þar sem verðið er hæst.
Jólamatur Neytendur Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira