Sportpakkinn: Buffon jafnaði met en ótrúlegt NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu í gær. Getty/Paolo Rattini Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur kannski verið óvenjulítið í umræðunni að undanförnu en það breyttist í gærkvöldi þegar magnað skallamark hans kom Juventus aftur í toppsæti deildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði leikinn og þetta mark Cristiano Ronaldo sem svo margir eru að tala um. Gianluigi Buffon var með fyrirliðaband Juventus en hann jafnaði í gær leikjamet Paulo Maldini, lék 647. leikinn í serie A og bætti leikjamet Alessandro Del Piero hjá félaginu, en leikurinn í gær var númer 479 fyrir Juventus. Knattspyrnustjórarnir Maurizio Sarri og Claudio Ranieri féllust í faðma fyrir leik, þjálfaraferill beggja er orðinn langur. Ranieri tók við Sampdoria í október, þriðja liðið sem hann stýrir á þessu ári. Það var kraftur í Ítalíumeisturunum og á 19. mínútu sendi Alex Sandro á Paulo Dybala sem þrumaði boltanum í markið. Frábært mark hjá Argentínumanninum, hans fimmta í deildinni í vetur. Hann skoraði 5 mörk í 30 leikjum á síðustu leiktíð en 22 í 33 leikjum á þar síðustu leiktíð. Tíu mínútum fyrir leikhlé var Alex Sandro fullkærulaus, Nicola Murru hirti boltann af honum og Gianluca Caprari jafnaði metin með föstu skoti úr vítateignum. Skömmu áður en flautað var til leikhlés skoraði Cristiano Ronaldo stórkostlegt mark. Alex Sandro sendi fyrir og Portúgalinn 71 sentimetra upp í loftið og þegar hann skallaði boltann var hann tveimur metrum og 56 sentimetrum frá jörðu og hékk í loftinu í eina og hálfa sekúndu. Eftir leikinn var hann spurður um markið, hann var undrandi á því lengi hann var í loftinu en kátur með að hafa hjálpað liðinu að ná í stigin þrjú. Claudio Ranieri sagðist aðeins sjá svona tilþrif í NBA körfuboltanum: „Það er ekkert hægt að segja annað en að óska honum til hamingju,“ sagði Ranieri. Ronaldo kom boltanum í markið á 89. mínútu en var dæmdur rangstæður og fékk því ekki 11. markið í deildinni skráð í kladdann. Í uppbótatíma var markaskorari Sampdoria, Gianluca Caprari rekinn af velli eftir að hafa gefið Merih Demiral olnbogaskot. Juventus mætir Lazio í ítalska ofurbikarnum í Riyad í Sádi Arabíu á sunnudag. Inter getur jafnað við Juventus með sigri á Genoa á laugardaginn. Það má frétt Arnars Björnssonar um leikinn hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: NBA-hopp CR7 stal fyrirsögnunum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira