„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 20:30 Íslenski hesturinn þolir íslenska veturinn alla jafna vel. Getty/Ingo Gerlach Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum. Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum.
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent