„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 20:30 Íslenski hesturinn þolir íslenska veturinn alla jafna vel. Getty/Ingo Gerlach Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum. Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum.
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11