Aldrei jafn þung en aldrei jafn þakklát fyrir líkamann sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. desember 2019 10:15 Útvarpskonan Ósk Gunnarsdóttir varð fyrir einelti fyrir líkamsvöxt í grunnskóla. Hún er þakklát fyrir líkama sinn í dag og elskar hann eins og hann er. Mynd/Úr einkasafni „Þyngd skiptir engu en andleg líðan skiptir öllu,“ segir Ósk Gunnarsdótti útvarpskona og þjónustustjóri hjá Regus, sem eignaðist dóttur fyrir fjórum mánuðum síðan með unnusta sínum. Hún segir að hún hafi aldrei áður verið jafn þung í kílóum nema á meðgöngum sínum en hafi á sama tíma aldrei verið jafn þakklát fyrir líkama sinn. Í samtali við Vísi segist Ósk oft í gegnum árin verið heltekin af þyngd og þorði hún um tíma ekki að fara í sund í grunnskóla vegna stríðni samnemenda. Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um útlitsdýrkun og ákvað því að segja frá sinni líðan í dag á samfélagsmiðlum. „Ég hef alltaf verið frekar opin með allt mitt,“ segir Ósk í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún ákvað að opna þessa umræðu á sínum miðlum. Hún er með lokaða Instagram síðu og segist þekkja stóran hluta fylgjenda sinna þar. Á dögunum upplifði Ósk svo hvaða áhrif það getur haft að vera einlæg og hreinskilin á samfélagsmiðlum. „Ég var með kveisubarn og allir fengu að fylgjast með því. Ég brotnaði svo einhvern tímann niður og var grátandi og ég hef aldrei fengið jafn mikil viðbrögð. Það var alls konar fólk að senda mér og gefa ráð um að prófa hitt og þetta.“ Heltekin af þyngdinni Ósk segir að hún hafi áttað sig á því að hún gæti haft áhrif með því að tala opinskátt um það sem hún var að ganga í gegnum. Það var þess vegna sem hún ákvað að opna sig um þetta mikilvæga málefni núna. „Ég á þrjú börn og gekk með tvö þeirra. Eftir fyrri meðgönguna fyrir sex árum, þá var ég gjörsamlega upptekin af því að komast í fyrri stærð þegar ég var búin að eignast hann. Vildi komast í kílófjöldann sem ég var í áður en ég varð ólétt, eins og margar konur eru. Að komast í buxurnar, að geta farið í gömlu gallabuxurnar, að komast í einhvern kílóafjölda eða missa öll kílóin sem að þú fékkst á meðgöngunni.“ Ósk segir að á fyrri meðgöngunni hafi hún þyngst um 18 kíló sem hafi verið henni mjög erfitt andlega. „Ég var svo ótrúlega heltekin af þessu. Ég var í ræktinni fimm sinnum í viku, var í mömmutímum með hann með mér á morgnanna. Stundum fór ég sex sinnum í viku.“ Mynd/Úr einkasafni Athugasemdirnar særa Hún segist hafa leyft sér einn nammidag í viku eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn en neitað sér um mikið af því sem hana langaði í. „Ég var alltaf að reyna að komast í einhverjar buxur eða einhvern kjól. Ég gleymi því ekki þegar ég komst aftur í einhverjar leðurbuxur sem ég var alltaf í. Ég birti mynd af því og skrifaði eitthvað um að ég væri loksins komin í þær eftir þrjá mánuði eða eitthvað álíka. Sem er alveg góð tilfinning, það er alveg góð tilfinning að fá líkamann sinn aftur eftir barnsburð. Maður er náttúrulega bara eins og einhver geymsla í níu mánuði.“ Kílóatalan á vigtinni hafði mikil áhrif á líðan hennar, sem er tilfinning sem margir tengja við. „Ég var alveg rosalega upptekin af því. Það skiptir máli að makinn mans sé ekki sífellt að koma með athugasemdir varðandi matarvenjur. Þér þarf ekki að líða illa yfir því að vilja til dæmis extra majó á KFC og svo framvegis. Leiðinlegar athugasemdir varðandi hvað þú ert að setja ofan í þig fyrsta árið eftir barnsburð eru mjög erfiðar sem stimplast inn í huga manns ósjálfrátt.“ Á fyrri meðgöngunni hafði hún miklar áhyggjur af þyngdaraukningunni og segist hafa upplifað kvíða eftir því sem kílóunum fjölgaði. „Núna eignast ég aftur barn og var einhvern veginn ekkert upptekin af því hvað ég væri að þyngjast mikið. Ég held að ég hafi þyngst um einhver níu kíló í heildina og þetta var einhvern veginn allt öðruvísi meðganga.“ Hún fann líka mikinn mun á hugarfari sínu eftir fæðinguna, í fyrra skiptið hafði hún stigið mjög reglulega á vigt en á þessum fjórum mánuðum frá fæðingu dótturinnar hefur Ósk stigið einu sinni á vigt. „Ég er líka í þannig sambandi að það er stöðugt verið að hrósa mér: „Þú ert svo flott.“ „Þú ert svo falleg.“ „Vá hvað þú ert flott í þessum kjól.“ Það skiptir engu máli þótt að ég sé með aukakíló, hann einhvern veginn pælir aldrei í þessu og finnst ég alltaf falleg. Fyrir mér er mesti munurinn hvað ég er elskuð af honum og börnunum mínum.“ Ósk nefnir þar sem dæmi atvik sem hún átti með syni sínum sem er sex ára gamall. Hann hafi sagt við hana „Mamma þú ert svo mjúk, nennir þú aldrei að missa þessa bumbu. Einu sinni varst þú ekki með svona bumbu, mér finnst þú best með þessa bumbu.“ Ósk segir að henni hafi aldrei liðið verr andlega heldur en þegar hún var hvað grennst.Mynd/Úr einkasafni Strítt vegna líkamsvaxtar Það var mjög snemma sem Ósk byrjaði að hafa áhyggjur af útliti sínu og fór að bera sig saman við aðra. Hún telur að þetta hafi setið í sér alveg fram á fullorðinsárin. „Ég var alltaf rosalega mikil písl þegar ég var lítil og var alltaf lang minnst í bekknum. Svo þegar ég verð unglingur byrjar ótrúlegasta fólk að koma með athugasemdir um það hvað ég er horuð. Alltaf verið að nota þetta orð „horuð“ og ég var spurð hvort ég væri ekki að borða nóg. „Kjóllinn hangir utan á þér.“ Frænkur, frændur, kennarar og fleiri komu með athugasemdir um að ég væri ekki eins og hinar stelpurnar sem voru allar komnar með brjóst. Ég byrjaði á blæðingum 15 ára en þær allar tólf ára, ég var mjög seinþroska.“ Þegar Ósk var í Smáraskóla var hún lögð í einelti sem átti sér líka stað á æfingum í körfubolta og fótbolta hjá Breiðablik. Hún segir að vinkonur hafi strítt henni fyrir að vera seinþroska sem varð til þess að hún gekk langt til að stöðva stríðnina. Það átti bara eftir að gera ástandið enn verra. „Ósk er er ekki með brjóst var notað í sífellu af því að það rímaði. Ég byrjaði að fara í sund í risastórum körfuboltastuttbuxum og bol af því að ég „meikaði ekki“ að fara í sundbol. Þannig fór ég bara í sund án djóks af því að strákarnir gerðu svo mikið grín að mér.“ Þetta varð til þess að Ósk þorði ekki að fara í sund og forðaðist algjörlega sundlaugar fyrir utan skyldutímana í skólanum. „Að fara í sund eða fara eitthvert þar sem var horft á líkama minn var það versta sem ég gat gert fyrir sjálfa mig.“ Límdi á sig kynfærahár Ósk segir að á þessum tíma hafi hennar heitasta ósk verið að fá frá foreldrum sínum sílikonbrjóstahaldara til þess að láta það virðast eins og hún væri komin með brjóst. „Ég fékk það og þetta var það besta sem gat komið fyrir mig. Ég var í honum á hverjum degi í skólanum. Svo einn daginn var ég það ekki og þá heyrðist „Bíddu ertu að feika að þú sért með brjóst? Bíddu ertu bara ennþá flatbrjósta? Hvað er að þér?“ Það voru allir voðalega uppteknir af því í kringum mig hvað ég væri rosalega horuð og flatbrjósta. En ég vil meina að ég hafi bara verið eins og litli ljóti andarunginn,“ segir Ósk. Hún reyndi fleira til þess að virðast þroskaðri en hún var, eitt sinn límdi hún hár á kynfæri sín. „Við vorum í skólasundi og ein stelpan spyr af hverju ég sé ekki með píkuhár eins og allar hinar, það væri ótrúlega skrítið. Vikuna á eftir klippti ég hárið mitt og notaði eitthvað DUO lím sem systir mín átti til að líma augnhár, til að líma á mig. Þau festust alveg í smá tíma en svo fór ég í sturtu og þá byrjar þetta að fara af. Þetta var eins og í einhverri bíómynd. Þá koma þessar tvær stelpur sem voru ráðandi í vinahópnum og fara að hlægja og það var talað um þetta í skólarútunni.“ Ósk segir að hún hafi orðið að aðhlátursefni í skólanum. Eftir atvikið hafi hún mátt sleppa skólasundi út skólaárið í 8. Bekk. Sjálf reyndi hún að gera grín af þessu en var samt algjörlega niðurlægð. „Þetta atvik situr svolítið í mér. Hvað ég var einhvern veginn tilbúin að leggjast þetta lágt til að reyna að passa inn í hópinn.“ Ósk segir að hún hafi byrjað nýjan kafla í menntaskóla eftir eineltið en áhyggjur af þyngd áttu samt eftir að fylgja henni áfram.Mynd/Úr einkasafni Byrjaði nýjan kafla Stríðnin mótaði Ósk á margan hátt og litaði hennar grunnskólagöngu þó að hún hafi verið vinamörg. Það var því mikill léttir fyrir hana að skipta um umhverfi. „Eftir grunnskóla þá fannst mér ég vera frjáls. Það fóru allir í MK og ég vildi ekki fara í MK, þetta var bara nýr kafli í lífinu mínu. Ég hafði engan áhuga á að hafa samskipti við svona fólk þegar ég fattaði að svona haga vinir sér ekki. Ég eignaðist mína vini í FG sem eru enn mínir bestu vinir í dag.“ Ósk segir að til þess að komast í Diesel buxur í stærð 24 hafi hún þurft að klæða sig í þykkar ullarbuxur innan undir til þess að geta notað þær. „Og mamma þrengdi þær líka,“ bætir Ósk við en móðir hennar er klæðskeri. Þegar Tark buxurnar frægu komu í 17 þurfti móðir Óskar að þrengja minnstu stærðina svo hún gæti gengið í þeim. „Ég var algjör tannstöngull sko. Ég held að það hafi bara setið í mér, hvað ég hef alltaf verið upptekin af líkamsmyndinni. Ég fór í Ungfrú Reykjavík og var þar bara í ræktinni sjö sinnum í viku. Ég borðaði ekki sykur, ekki hveiti, bara ekki neitt af kolvetnum í þrjá mánuði.“ Mynd/Úr einkasafni Brúðkaupskjóllinn í stærri stærð Hún segist með aldrinum hafa orðið sáttari með sjálfa sig, sérstaklega síðustu mánuði. „Ef ég hugsa tíu ár aftur í tímann, þegar ég var sem grennst, þá leið mér verst andlega. Þegar ég var sem allra grennst þá var ég í ömurlegu sambandi, leið ótrúlega illa með sjálfa mig, mér leið bara ekki vel og var ekki á góðum stað í lífinu.“ Eftir að yngsta barnið bættist við fyrir fjórum mánuðum hefur Ósk frekar reynt að leggja áhersla á andlega líðan heldur en töluna á vigtinni. „Núna er ég búin að vera með kveisubarn sem grætur frá átta til tólf á kvöldin og drekkur enn á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Ég hef ekkert haft tíma til að fara í ræktina, hef farið einu sinni farið í hálftíma með frænku minni. Ég er meira að taka mér tíma til að hugleiða eða gera æfingar heima og vera í jóga. Ég er einhvern veginn miklu meðvitaðri um að hugurinn þarf að vera í standi til þess að mér líði vel í líkamanum.“ Ósk segist hreyfa sig af því að það veit vellíðan en ekki til að komast aftur í fatastærð 10. „Ég var að panta mér brúðkaupskjól á netinu og hef alltaf verið í stærð 10. Núna þarf ég að panta stærð 12 og er alveg sátt með það. Fyrir tíu árum hefði það verið hryllilegt, ég hefði verið að reyna mitt allra besta til að verða sem grennst á brúðkaupsdaginn sem er 1. janúar. Núna hugsa ég að það eru að koma jól, ég er bara með bumbu en ég verð bara flottust í brúkaupinu,“ segir Ósk og hlær. Mynd/Úr einkasafni Refsaði sér fyrir þyngdaraukningu „Að vera bara ekki svona ótrúlega upptekin af líkamanum, að elska hverja fellingu. Um daginn sagði ég við manninn minn að ég væri með bakspik, ég var eitthvað að fetta mig og sagði svo, þetta er einhver nýr gaur sem ég hef ekki haft áður.“ Ósk segir að unnustinn hafi þá sagt henni að hún væri glæsileg. Hún viðurkennir að ef þetta atvik hefði átt sér stað fyrir tíu árum hefði hún ekki hlustað á það, hefði farið á einhvern strangan kúr eða farið að reyna að brenna fleiri hitaeiningum á dag til þess að reyna að losna við þessa fellingu. Refsað sjálfri sér með því að æfa of mikið eða neita sér um að borða eða drekka það sem hana langaði í, þar til markmiðinu væri náð. „Ég hefði verið þvílíkt upptekin af þessu bakspiki, sem er svo fáránlegt. Jújú ég hlakka til að komast í betra form, komast í hlaupaformið mitt. Ég hef hlaupið hálft maraþon og langar að ná því upp. En ég hugsa einhvern veginn ekki um að komast í buxurnar mínar sem eru í stærð 26.“ Hún segist hafa oft refsað sjálfri sér með mat og hreyfingu. „Ég hef ekki verið að æla eða neitt þannig en ég hef verið það mikið í ræktinni að ég hef ælt, mér hefur svimað, ég hef verið að æfa þannig að ég hef verið að refsa líkama mínum í staðinn fyrir að hlusta á líkamann.“ Ósk segir að stuðningur maka skipti miklu máli.Mynd/Úr einkasafni Reynir að vera góð fyrirmynd Í dag segist hún borða holt af því að þá líði henni vel, ekki af því að hún sé að hugsa um kaloríur. Að hennar mati er andleg vellíðan mun mikilvægari heldur en kílótalan á vigtinni. „Að leyfa sér ekki að vera of upptekin af einhverjum kílóafjölda. Ég held að allt of margir séu að spá í því að þeir þurfi að missa fimm kíló eða þá bæta á sig fimm kílóum, þeir sem eru grannir.“ Ósk segir að það sé einhvern veginn stimplað í okkur að við eigum að vera einhvern veginn þannig að ef kílóatalan passar ekki við það, er hærri eða lægri, þá þurfi maður að breyta því. Hún segist nú loksins vera hætt að hugsa þannig. „Eitt árið ertu kannski þremur kílóum þyngri og það næsta þremur kílóum léttari, það skiptir ekki máli.“ Hún segir að eftir að hún varð mamma hafi henni fundist mikilvægara að vera sjálfsörugg og að börnin sjái að henni líði vel í eigin líkama í stað þess að sjá hana blóta eigin líkama fyrir framan spegilinn. „Þetta skiptir máli. Þau heyra þetta og þau einhvern vegin verða meðvitaðri um sinn líkama. Mér finnst mjög mikilvægt að þau sjái að ég elska líkama minn í sama hvaða formi hann er.“ Mynd/Úr einkasafni Þakklát fyrir líkamann Ósk segir að hún hafi aldrei verið jafn meðvituð um að rækta hugann sinn. Einnig hafi breytt miklu fyrir hana að setja sig ekki að óþörfu í streituvaldandi aðstæður og að muna að anda inn og anda út þegar hún lendir í þeim. „Hugarleikfimi er eitthvað sem ég geri mikið af og ég mæli með Headspace appinu, það er eitthvað sem ég nota daglega.“ Eftir mikið svefnleysi síðan dóttirin fæddist í ágúst finnur Ósk að það skiptir máli að taka sér tíma á hverjum degi til að fara í gönguferð eða að hugleiða. „Mér finnst það búið að gera gæfumuninn, það er það sem heldur mér gangandi. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm og ég er svo þakklát fyrir manninn minn að það nær engri átt.“ Ósk segist þakklát fyrir líkama sinn í dag og það sem hann hafi gert, eins og meðgöngur og fæðingar. Hún er þakklát fyrir konur eins og Þórunni Antoníu vinkonu sína og Ernu Kristínu sem báðar hafa talað mjög opinskátt um líkamsmynd og líkamsvirðingu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu misseri. „Sem betur fer er samfélagið að breytast og fólk er opnari fyrir því að manni eigi frekar að líða betur andlega en að vera upptekin af einhverri staðalímynd og að tikka í einhver box.“ Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Þyngd skiptir engu en andleg líðan skiptir öllu,“ segir Ósk Gunnarsdótti útvarpskona og þjónustustjóri hjá Regus, sem eignaðist dóttur fyrir fjórum mánuðum síðan með unnusta sínum. Hún segir að hún hafi aldrei áður verið jafn þung í kílóum nema á meðgöngum sínum en hafi á sama tíma aldrei verið jafn þakklát fyrir líkama sinn. Í samtali við Vísi segist Ósk oft í gegnum árin verið heltekin af þyngd og þorði hún um tíma ekki að fara í sund í grunnskóla vegna stríðni samnemenda. Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um útlitsdýrkun og ákvað því að segja frá sinni líðan í dag á samfélagsmiðlum. „Ég hef alltaf verið frekar opin með allt mitt,“ segir Ósk í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún ákvað að opna þessa umræðu á sínum miðlum. Hún er með lokaða Instagram síðu og segist þekkja stóran hluta fylgjenda sinna þar. Á dögunum upplifði Ósk svo hvaða áhrif það getur haft að vera einlæg og hreinskilin á samfélagsmiðlum. „Ég var með kveisubarn og allir fengu að fylgjast með því. Ég brotnaði svo einhvern tímann niður og var grátandi og ég hef aldrei fengið jafn mikil viðbrögð. Það var alls konar fólk að senda mér og gefa ráð um að prófa hitt og þetta.“ Heltekin af þyngdinni Ósk segir að hún hafi áttað sig á því að hún gæti haft áhrif með því að tala opinskátt um það sem hún var að ganga í gegnum. Það var þess vegna sem hún ákvað að opna sig um þetta mikilvæga málefni núna. „Ég á þrjú börn og gekk með tvö þeirra. Eftir fyrri meðgönguna fyrir sex árum, þá var ég gjörsamlega upptekin af því að komast í fyrri stærð þegar ég var búin að eignast hann. Vildi komast í kílófjöldann sem ég var í áður en ég varð ólétt, eins og margar konur eru. Að komast í buxurnar, að geta farið í gömlu gallabuxurnar, að komast í einhvern kílóafjölda eða missa öll kílóin sem að þú fékkst á meðgöngunni.“ Ósk segir að á fyrri meðgöngunni hafi hún þyngst um 18 kíló sem hafi verið henni mjög erfitt andlega. „Ég var svo ótrúlega heltekin af þessu. Ég var í ræktinni fimm sinnum í viku, var í mömmutímum með hann með mér á morgnanna. Stundum fór ég sex sinnum í viku.“ Mynd/Úr einkasafni Athugasemdirnar særa Hún segist hafa leyft sér einn nammidag í viku eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn en neitað sér um mikið af því sem hana langaði í. „Ég var alltaf að reyna að komast í einhverjar buxur eða einhvern kjól. Ég gleymi því ekki þegar ég komst aftur í einhverjar leðurbuxur sem ég var alltaf í. Ég birti mynd af því og skrifaði eitthvað um að ég væri loksins komin í þær eftir þrjá mánuði eða eitthvað álíka. Sem er alveg góð tilfinning, það er alveg góð tilfinning að fá líkamann sinn aftur eftir barnsburð. Maður er náttúrulega bara eins og einhver geymsla í níu mánuði.“ Kílóatalan á vigtinni hafði mikil áhrif á líðan hennar, sem er tilfinning sem margir tengja við. „Ég var alveg rosalega upptekin af því. Það skiptir máli að makinn mans sé ekki sífellt að koma með athugasemdir varðandi matarvenjur. Þér þarf ekki að líða illa yfir því að vilja til dæmis extra majó á KFC og svo framvegis. Leiðinlegar athugasemdir varðandi hvað þú ert að setja ofan í þig fyrsta árið eftir barnsburð eru mjög erfiðar sem stimplast inn í huga manns ósjálfrátt.“ Á fyrri meðgöngunni hafði hún miklar áhyggjur af þyngdaraukningunni og segist hafa upplifað kvíða eftir því sem kílóunum fjölgaði. „Núna eignast ég aftur barn og var einhvern veginn ekkert upptekin af því hvað ég væri að þyngjast mikið. Ég held að ég hafi þyngst um einhver níu kíló í heildina og þetta var einhvern veginn allt öðruvísi meðganga.“ Hún fann líka mikinn mun á hugarfari sínu eftir fæðinguna, í fyrra skiptið hafði hún stigið mjög reglulega á vigt en á þessum fjórum mánuðum frá fæðingu dótturinnar hefur Ósk stigið einu sinni á vigt. „Ég er líka í þannig sambandi að það er stöðugt verið að hrósa mér: „Þú ert svo flott.“ „Þú ert svo falleg.“ „Vá hvað þú ert flott í þessum kjól.“ Það skiptir engu máli þótt að ég sé með aukakíló, hann einhvern veginn pælir aldrei í þessu og finnst ég alltaf falleg. Fyrir mér er mesti munurinn hvað ég er elskuð af honum og börnunum mínum.“ Ósk nefnir þar sem dæmi atvik sem hún átti með syni sínum sem er sex ára gamall. Hann hafi sagt við hana „Mamma þú ert svo mjúk, nennir þú aldrei að missa þessa bumbu. Einu sinni varst þú ekki með svona bumbu, mér finnst þú best með þessa bumbu.“ Ósk segir að henni hafi aldrei liðið verr andlega heldur en þegar hún var hvað grennst.Mynd/Úr einkasafni Strítt vegna líkamsvaxtar Það var mjög snemma sem Ósk byrjaði að hafa áhyggjur af útliti sínu og fór að bera sig saman við aðra. Hún telur að þetta hafi setið í sér alveg fram á fullorðinsárin. „Ég var alltaf rosalega mikil písl þegar ég var lítil og var alltaf lang minnst í bekknum. Svo þegar ég verð unglingur byrjar ótrúlegasta fólk að koma með athugasemdir um það hvað ég er horuð. Alltaf verið að nota þetta orð „horuð“ og ég var spurð hvort ég væri ekki að borða nóg. „Kjóllinn hangir utan á þér.“ Frænkur, frændur, kennarar og fleiri komu með athugasemdir um að ég væri ekki eins og hinar stelpurnar sem voru allar komnar með brjóst. Ég byrjaði á blæðingum 15 ára en þær allar tólf ára, ég var mjög seinþroska.“ Þegar Ósk var í Smáraskóla var hún lögð í einelti sem átti sér líka stað á æfingum í körfubolta og fótbolta hjá Breiðablik. Hún segir að vinkonur hafi strítt henni fyrir að vera seinþroska sem varð til þess að hún gekk langt til að stöðva stríðnina. Það átti bara eftir að gera ástandið enn verra. „Ósk er er ekki með brjóst var notað í sífellu af því að það rímaði. Ég byrjaði að fara í sund í risastórum körfuboltastuttbuxum og bol af því að ég „meikaði ekki“ að fara í sundbol. Þannig fór ég bara í sund án djóks af því að strákarnir gerðu svo mikið grín að mér.“ Þetta varð til þess að Ósk þorði ekki að fara í sund og forðaðist algjörlega sundlaugar fyrir utan skyldutímana í skólanum. „Að fara í sund eða fara eitthvert þar sem var horft á líkama minn var það versta sem ég gat gert fyrir sjálfa mig.“ Límdi á sig kynfærahár Ósk segir að á þessum tíma hafi hennar heitasta ósk verið að fá frá foreldrum sínum sílikonbrjóstahaldara til þess að láta það virðast eins og hún væri komin með brjóst. „Ég fékk það og þetta var það besta sem gat komið fyrir mig. Ég var í honum á hverjum degi í skólanum. Svo einn daginn var ég það ekki og þá heyrðist „Bíddu ertu að feika að þú sért með brjóst? Bíddu ertu bara ennþá flatbrjósta? Hvað er að þér?“ Það voru allir voðalega uppteknir af því í kringum mig hvað ég væri rosalega horuð og flatbrjósta. En ég vil meina að ég hafi bara verið eins og litli ljóti andarunginn,“ segir Ósk. Hún reyndi fleira til þess að virðast þroskaðri en hún var, eitt sinn límdi hún hár á kynfæri sín. „Við vorum í skólasundi og ein stelpan spyr af hverju ég sé ekki með píkuhár eins og allar hinar, það væri ótrúlega skrítið. Vikuna á eftir klippti ég hárið mitt og notaði eitthvað DUO lím sem systir mín átti til að líma augnhár, til að líma á mig. Þau festust alveg í smá tíma en svo fór ég í sturtu og þá byrjar þetta að fara af. Þetta var eins og í einhverri bíómynd. Þá koma þessar tvær stelpur sem voru ráðandi í vinahópnum og fara að hlægja og það var talað um þetta í skólarútunni.“ Ósk segir að hún hafi orðið að aðhlátursefni í skólanum. Eftir atvikið hafi hún mátt sleppa skólasundi út skólaárið í 8. Bekk. Sjálf reyndi hún að gera grín af þessu en var samt algjörlega niðurlægð. „Þetta atvik situr svolítið í mér. Hvað ég var einhvern veginn tilbúin að leggjast þetta lágt til að reyna að passa inn í hópinn.“ Ósk segir að hún hafi byrjað nýjan kafla í menntaskóla eftir eineltið en áhyggjur af þyngd áttu samt eftir að fylgja henni áfram.Mynd/Úr einkasafni Byrjaði nýjan kafla Stríðnin mótaði Ósk á margan hátt og litaði hennar grunnskólagöngu þó að hún hafi verið vinamörg. Það var því mikill léttir fyrir hana að skipta um umhverfi. „Eftir grunnskóla þá fannst mér ég vera frjáls. Það fóru allir í MK og ég vildi ekki fara í MK, þetta var bara nýr kafli í lífinu mínu. Ég hafði engan áhuga á að hafa samskipti við svona fólk þegar ég fattaði að svona haga vinir sér ekki. Ég eignaðist mína vini í FG sem eru enn mínir bestu vinir í dag.“ Ósk segir að til þess að komast í Diesel buxur í stærð 24 hafi hún þurft að klæða sig í þykkar ullarbuxur innan undir til þess að geta notað þær. „Og mamma þrengdi þær líka,“ bætir Ósk við en móðir hennar er klæðskeri. Þegar Tark buxurnar frægu komu í 17 þurfti móðir Óskar að þrengja minnstu stærðina svo hún gæti gengið í þeim. „Ég var algjör tannstöngull sko. Ég held að það hafi bara setið í mér, hvað ég hef alltaf verið upptekin af líkamsmyndinni. Ég fór í Ungfrú Reykjavík og var þar bara í ræktinni sjö sinnum í viku. Ég borðaði ekki sykur, ekki hveiti, bara ekki neitt af kolvetnum í þrjá mánuði.“ Mynd/Úr einkasafni Brúðkaupskjóllinn í stærri stærð Hún segist með aldrinum hafa orðið sáttari með sjálfa sig, sérstaklega síðustu mánuði. „Ef ég hugsa tíu ár aftur í tímann, þegar ég var sem grennst, þá leið mér verst andlega. Þegar ég var sem allra grennst þá var ég í ömurlegu sambandi, leið ótrúlega illa með sjálfa mig, mér leið bara ekki vel og var ekki á góðum stað í lífinu.“ Eftir að yngsta barnið bættist við fyrir fjórum mánuðum hefur Ósk frekar reynt að leggja áhersla á andlega líðan heldur en töluna á vigtinni. „Núna er ég búin að vera með kveisubarn sem grætur frá átta til tólf á kvöldin og drekkur enn á tveggja tíma fresti allan sólarhringinn. Ég hef ekkert haft tíma til að fara í ræktina, hef farið einu sinni farið í hálftíma með frænku minni. Ég er meira að taka mér tíma til að hugleiða eða gera æfingar heima og vera í jóga. Ég er einhvern veginn miklu meðvitaðri um að hugurinn þarf að vera í standi til þess að mér líði vel í líkamanum.“ Ósk segist hreyfa sig af því að það veit vellíðan en ekki til að komast aftur í fatastærð 10. „Ég var að panta mér brúðkaupskjól á netinu og hef alltaf verið í stærð 10. Núna þarf ég að panta stærð 12 og er alveg sátt með það. Fyrir tíu árum hefði það verið hryllilegt, ég hefði verið að reyna mitt allra besta til að verða sem grennst á brúðkaupsdaginn sem er 1. janúar. Núna hugsa ég að það eru að koma jól, ég er bara með bumbu en ég verð bara flottust í brúkaupinu,“ segir Ósk og hlær. Mynd/Úr einkasafni Refsaði sér fyrir þyngdaraukningu „Að vera bara ekki svona ótrúlega upptekin af líkamanum, að elska hverja fellingu. Um daginn sagði ég við manninn minn að ég væri með bakspik, ég var eitthvað að fetta mig og sagði svo, þetta er einhver nýr gaur sem ég hef ekki haft áður.“ Ósk segir að unnustinn hafi þá sagt henni að hún væri glæsileg. Hún viðurkennir að ef þetta atvik hefði átt sér stað fyrir tíu árum hefði hún ekki hlustað á það, hefði farið á einhvern strangan kúr eða farið að reyna að brenna fleiri hitaeiningum á dag til þess að reyna að losna við þessa fellingu. Refsað sjálfri sér með því að æfa of mikið eða neita sér um að borða eða drekka það sem hana langaði í, þar til markmiðinu væri náð. „Ég hefði verið þvílíkt upptekin af þessu bakspiki, sem er svo fáránlegt. Jújú ég hlakka til að komast í betra form, komast í hlaupaformið mitt. Ég hef hlaupið hálft maraþon og langar að ná því upp. En ég hugsa einhvern veginn ekki um að komast í buxurnar mínar sem eru í stærð 26.“ Hún segist hafa oft refsað sjálfri sér með mat og hreyfingu. „Ég hef ekki verið að æla eða neitt þannig en ég hef verið það mikið í ræktinni að ég hef ælt, mér hefur svimað, ég hef verið að æfa þannig að ég hef verið að refsa líkama mínum í staðinn fyrir að hlusta á líkamann.“ Ósk segir að stuðningur maka skipti miklu máli.Mynd/Úr einkasafni Reynir að vera góð fyrirmynd Í dag segist hún borða holt af því að þá líði henni vel, ekki af því að hún sé að hugsa um kaloríur. Að hennar mati er andleg vellíðan mun mikilvægari heldur en kílótalan á vigtinni. „Að leyfa sér ekki að vera of upptekin af einhverjum kílóafjölda. Ég held að allt of margir séu að spá í því að þeir þurfi að missa fimm kíló eða þá bæta á sig fimm kílóum, þeir sem eru grannir.“ Ósk segir að það sé einhvern veginn stimplað í okkur að við eigum að vera einhvern veginn þannig að ef kílóatalan passar ekki við það, er hærri eða lægri, þá þurfi maður að breyta því. Hún segist nú loksins vera hætt að hugsa þannig. „Eitt árið ertu kannski þremur kílóum þyngri og það næsta þremur kílóum léttari, það skiptir ekki máli.“ Hún segir að eftir að hún varð mamma hafi henni fundist mikilvægara að vera sjálfsörugg og að börnin sjái að henni líði vel í eigin líkama í stað þess að sjá hana blóta eigin líkama fyrir framan spegilinn. „Þetta skiptir máli. Þau heyra þetta og þau einhvern vegin verða meðvitaðri um sinn líkama. Mér finnst mjög mikilvægt að þau sjái að ég elska líkama minn í sama hvaða formi hann er.“ Mynd/Úr einkasafni Þakklát fyrir líkamann Ósk segir að hún hafi aldrei verið jafn meðvituð um að rækta hugann sinn. Einnig hafi breytt miklu fyrir hana að setja sig ekki að óþörfu í streituvaldandi aðstæður og að muna að anda inn og anda út þegar hún lendir í þeim. „Hugarleikfimi er eitthvað sem ég geri mikið af og ég mæli með Headspace appinu, það er eitthvað sem ég nota daglega.“ Eftir mikið svefnleysi síðan dóttirin fæddist í ágúst finnur Ósk að það skiptir máli að taka sér tíma á hverjum degi til að fara í gönguferð eða að hugleiða. „Mér finnst það búið að gera gæfumuninn, það er það sem heldur mér gangandi. Ég hef aldrei verið jafn hamingjusöm og ég er svo þakklát fyrir manninn minn að það nær engri átt.“ Ósk segist þakklát fyrir líkama sinn í dag og það sem hann hafi gert, eins og meðgöngur og fæðingar. Hún er þakklát fyrir konur eins og Þórunni Antoníu vinkonu sína og Ernu Kristínu sem báðar hafa talað mjög opinskátt um líkamsmynd og líkamsvirðingu á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu misseri. „Sem betur fer er samfélagið að breytast og fólk er opnari fyrir því að manni eigi frekar að líða betur andlega en að vera upptekin af einhverri staðalímynd og að tikka í einhver box.“
Heilbrigðismál Heilsa Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira