Listamaðurinn sagði „að við værum öll apar“ en Sería A hefur nú beðist afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:30 Myndirnar umdeildu. Skjámynd/Twitter Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu. Ítalski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira
Gærdagurinn var ekkert sérstaklega góður dagur fyrir forráðamenn ítölsku fótboltadeildarinnar en Sería A hefur nú beðist afsökunar á stórfurðulegum veggspjöldum sínum sem áttu að hjálpa í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Serie A has apologised over the imagery used in an anti-racism campaign https://t.co/ORGCtGGceIpic.twitter.com/3AtD5kPLTs— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Luigi De Siervo, framkvæmdastjóri Seríu A, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd deildarinnar. „Ég hef áttað mig núna á því að þetta var ekki við hæfi,“ skrifaði Luigi De Siervo. Veggspjöldin þrjú sem voru hönnuð fyrir Seríu A sýna öll apa málaða í framan og á þeim stendur líka slagorðið „Nei við rasisma“ sem er líklega það eina góða við þessi veggspjöld. Listamaðurinn Simone Fugazzotto gerði öll veggspjöldin og hann var tilbúinn að verja þau með því að segja að „við værum öll apar“ en þau orð hans komu ekki í veg fyrir hneykslun fólks. Það fylgir þó sögunni að Simone Fugazzotto málar apa á nær öllum sínum myndum. Serie A's chief executive has apologised for the monkey artwork used for its anti-racism campaign.— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 17, 2019 Baráttusamtök gegn misrétti og kynþáttafordómum kölluðu þetta „sjúkan brandara“ og voru forystumenn þeirra hreinlega orðlausir eftir að hafa séð þessar sorglegu myndir. Það er samt ekki staðfest hvað verður um þessi veggspjöld eða hvort þau fái að hanga uppi í höfuðstöðvum Seríu A í Mílanó eins og áætlað var. „Það sem er ekki hægt að efast um er að Sería A fordæmir allar útgáfur af misrétti og rasisma og við erum staðráðin í að útrýma öllu slíku úr okkar ástkæru deild. Sería A er að vinna að sinni eigin opinberri herferð gegn kynþáttafordómum og hún tengist ekkert verkum Simone Fugazzotto,“ skrifaði De Siervo og tilkynnti jafnframt að von væri á þeirri herferð í febrúar. Það óhætt að segja að pressan á því verkefni hafi aukist mikið eftir atburði síðustu daga. Þetta skrýtna mál bætist ofan á vandræði ítalska fótboltans þegar kemur að kynþáttaformdómum og kynþáttaníði en slíkt hefur ekki aðeins mátt sjá í stúkunni á leikjum heldur einnig á forsíðum blaða. Mario Balotelli og Romelu Lukaku eru tveir af fórnarlömbunum en leikmenn af afrískum uppruna hafa mátt þola kynþáttaníð í langan tíma á Ítalíu. Það er öllum ljóst að Ítalir glíma við stórt og mikið vandamál og því er svona veggjaspjaldagerð ótrúlega klaufalegt og misheppnað innlegg í slíka baráttu.
Ítalski boltinn Mest lesið Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Sjá meira