Sögulegt á HM í pílu: „Ég er búin að sanna það að við konur getum unnið karlana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 08:30 Fallon Sherrock eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Davidson Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019 Pílukast Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira
Fallon Sherrock varð í gærkvöldi fyrsta konan til að vinna karlmann á HM í pílukasti. Fallon Sherrock skrifaði sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti í Alexandra Palace í London í gær þegar hún komst áfram í aðra umferð. Fallon Sherrock, sem er 25 ára gömul, vann þá 3-2 sigur á Ted Evetts og varð með því fyrsta konan í sögu heimsmeistaramótsins í pílukasti til þess að vinna karlmann. Konurnar hafa aðeins fengið að vera með undanfarin ár á HM í pílu en hingað til höfðu þær tapað öllum leikjum sínum. Fallon Sherrock becomes first woman to beat a man at PDC world darts https://t.co/mSOC1zF40p By @niallmcveighpic.twitter.com/Nfk2cfYzfU— Guardian sport (@guardian_sport) December 17, 2019 Það stefndi reyndar í enn eitt tapið því Fallon Sherrock lenti 2-1 undir og Ted Evetts, sem er númer 77 á heimslistanum fékk tvær hrinur til þess að slá hana út. Fallon Sherrock gaf sig hins vegar ekki og fékk líka mikinn stuðning frá áhorfendum í Alexandra Palace. Hún varð önnur á HM kvenna í pílu árið 2015 en hefur ekki komist lengra en í átta manna úrslit á síðustu fjórum heimsmeistaramótum kvenna. Það bjuggust því ekki margir við þessum sögulega sigri hennar. "I have proved that we can play the men and can beat them." Read more about Fallon Sherrock's historic victory at the PDC World Championship https://t.co/K82kY0jIEOpic.twitter.com/X22vc4Pnnu— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 „Ég er búin að sanna að við konur getum ekki bara spilað við þá heldur getum við líka unnið karlana,“ sagði Fallon Sherrock sem var önnur tveggja kvenna á heimsmeistaramótinu í ár. Hin var Mikuru Suzuki sem tapaði naumlega 3-2 á móti James Richardson. „Ég er eiginlega orðlaus því ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég vil þakka öllum. Ég er rosalega ánægð því ég hef stigið skref fyrir kvennapíluna. Ég trúi þessu ekki,“ sagði Sherrock. „Ég er svo ánægð að fá að halda áfram. Þetta er án efa ein besta stund lífs míns. Ég hef skrifað söguna og hef náð stóru afreki fyrir kvennapíluna,“ sagði Sherrock. Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tryggði sér sigurinn. SHERROCK MAKES HISTORY. Fallon Sherrock has become the first woman to win a match at the PDC World Championship. Just look at these scenes, a history making moment for darts. pic.twitter.com/zqoOeyQLmt— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2019
Pílukast Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Sjá meira