Pílukast

Pílukast

Nýjustu fréttir af heimsmeistaramótinu í pílukasti í Alexandra Palace í London og fleiri mótum.

Fréttamynd

Vildi tapa legg: „Mesti há­vaði sem ég hef heyrt“

Það var falleg stund á HM í pílukasti þegar 71 árs gamla goðsögnin Paul Lim, vægast sagt dyggilega studdur af áhorfendum, náði að vinna einn legg á móti Luke Humphries sem gat ekki annað en brosað. Humphries sagðist hreinlega hafa viljað tapa leggnum.

Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Mætir öldungnum sem breytti lífi hans

Luke Humphries, fyrrum heimsmeistari í pílukasti, mætir Paul Lim á heimsmeistaramótinu í Alexandra Palace í kvöld. Slæmt tap fyrir Lim breytti lífi Humphries, að hans sögn.

Sport
Fréttamynd

Tryllti lýðinn og ærði and­stæðinginn

Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu.

Sport
Fréttamynd

Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld

Fyrrverandi heimsmeistarinn Gerwyn Price, Ísmaðurinn, tryggði sér í kvöld sæti í 2.umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Segja mætti að úrslitin í viðureignum kvöldsins hafi farið eins hafði verið búist við nema í síðustu viðureign kvöldsins.

Sport
Fréttamynd

Barði sig til blóðs eftir tap á HM

Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby.

Sport
Fréttamynd

Fimm­tugur og fúl­skeggjaður Svíi stal senunni á HM

Það urðu svo sannarlega óvænt úrslit á HM í pílukasti í kvöld þegar fúlskeggjaður Svíi, í 114. sæti heimslistans, gerði sér lítið fyrir og sló út Englendinginn Ross Smith sem er í 12. sæti listans, með frábærri frammistöðu.

Sport
Fréttamynd

Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik

Hinn 18 ára gamli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, átti ekki í vandræðum með að landa sigri í sínum fyrsta leik á HM í Alexandra Palace í kvöld, á fyrsta keppnisdegi HM.

Sport