Fótbolti

Jafnt í toppslag í Þýskalandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liðin gátu ekki fundið sigurmark
Liðin gátu ekki fundið sigurmark vísir/getty

Borussia Dortmund tapaði niður tveggja marka forystu í toppslag þýsku Bundesligunnar í fótbolta í kvöld.

RB Leipzing var með tveggja stiga forskot á Borussia Monchengladbach á toppi deildarinnar fyrir leikinn og fjögurra stiga forskot á Dortmund í þriðja sætinu. Leipzig sótti Dortmund heim í kvöld.

Heimamenn í Dortmund byrjuðu leikinn vel og komust yfir með marki Julian Weigl á 23. mínútu og Julian Brandt sá svo til þess að forskotið var tvö mörk í hálfleik þegar hann skoraði eftir sendingu Jadon Sancho.

Það tók Leipzig aðeins sex níu mínútur af seinni hálfleiknum að jafna metin. Timo Werner skoraði tvisvar, á 47. og 53. mínútu, og jafnaði metin.

Heimamenn komust aftur yfir þegar Jadon Sancho skoraði á 55. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus. Gulir heimamenn náðu þó heldur ekki að halda í forskotið í þetta skiptið, Patrik Schick jafnaði metin fyrir Leipzig á 78. mínútu.

Hvorugu liði tókst að skora sigurmark og lauk leiknum því með 3-3 jafntefli.

Staðan á toppnum er því óbreytt, það eina sem breytist við þessi úrslit er að nú er forskot Leipzig þrjú stig, en Mocnengladbach á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×