Þingmenn sem standa höllum fæti styðja ákærurnar gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 13:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Um er að ræða minnst sex þingmenn sem koma frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Demókratar unnu í þingkosningunum 2018. Repúblikanar höfðu beitt þessa þingmenn miklum þrýstingi og vonuðust til að fá einhverja til að greiða atkvæði gegn ákærunum. Ekki er útlit fyrir að atkvæðin meðal Demókrata gegn ákærunum verði mörg. Líklegast er að atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni muni fylgja flokkslínum eins og fyrri atkvæðagreiðslur í nefndum hafa gert. Áætlað er að atkvæðagreiðslan fari fram á miðvikudaginn. Þá þykir nánast fullvisst að öldungadeildin muni fella ákærurnar niður.Sjá einnig: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“Háttsettir Demókratar biðluðu í gær til Repúblikana í öldungadeildinni að gera ekki upp hug sinn fyrir réttarhöldin. Sú beiðni náði þó ekki til þeirra. Yfirlýsingar áðurnefndra þingmanna hafa fengið blendnar móttökur hjá kjósendum þeirra, sé mið tekið af umfjöllun miðla vestanhafs. Flestir þeirra hafa áður lýst yfir efasemdum um ákærurnar en segja nú að eftir frekari skoðun geti þau ekki annað en greitt atkvæði með ákærunum. Trump hafi fórnað hagsmunum Bandaríkjanna fyrir eigin hagnað og grafið undan forsetakosningum næsta árs. Ekki sé hægt að bíða og setja málið í hendur kjósenda þar sem Trump hafi þegar sýnt fram á að hann sé tilbúinn til þess að svindla í kosningunum. Þau segjast verða að gera hið rétta, þó það gæti kostað þau pólitískt séð. Hér má sjá þingkonuna Elissa Slotkin frá Michigan ræða við kjósendur í gær. Einn þingmaður Demókrataflokksins, sem hefur verið mótfallinn ákærunum, hefur þó ákveðið að gerast Repbúlikani en hann var orðinn verulega óvinsæll meðal kjósenda Demókrataflokksins í umdæmi sínum.Sjá einnig: Ætlar að skipta um lið og ganga í RepúblikanaflokkinnTrump er þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpDemókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoðinni til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Þá meinaði forsetinn starfsmönnum ríkisstjórnar sinnar að bera vitni og neitaði að afhenda gögn sem þingið krafðist. Á því byggir kæran um að Trump hafi staðið í vegi þingsins. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Málið snýst í rauninni ekki um það hvort Trump hafi gert það sem hann er sakaður um. Þar er enginn vafi á. Málið snýst um það hvort það sé nægjanlegt tilefni til að vísa forseta úr embætti. Í fyrstu virtust þó nokkrir Repúblikanar vera þeirrar skoðunar að forseti ætti ekki að haga sér svona en það hefur breyst. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45 Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínum Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. 13. desember 2019 15:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Nokkrir þingmenn Demókrataflokksins, sem þykja flestir nær miðjunni en gengur og gerist og koma frá svokölluðum sveifluríkjum, hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Um er að ræða minnst sex þingmenn sem koma frá ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum 2016 en Demókratar unnu í þingkosningunum 2018. Repúblikanar höfðu beitt þessa þingmenn miklum þrýstingi og vonuðust til að fá einhverja til að greiða atkvæði gegn ákærunum. Ekki er útlit fyrir að atkvæðin meðal Demókrata gegn ákærunum verði mörg. Líklegast er að atkvæðagreiðslan í fulltrúadeildinni muni fylgja flokkslínum eins og fyrri atkvæðagreiðslur í nefndum hafa gert. Áætlað er að atkvæðagreiðslan fari fram á miðvikudaginn. Þá þykir nánast fullvisst að öldungadeildin muni fella ákærurnar niður.Sjá einnig: „Ég er ekki að reyna að þykjast vera sanngjarn kviðdómandi“Háttsettir Demókratar biðluðu í gær til Repúblikana í öldungadeildinni að gera ekki upp hug sinn fyrir réttarhöldin. Sú beiðni náði þó ekki til þeirra. Yfirlýsingar áðurnefndra þingmanna hafa fengið blendnar móttökur hjá kjósendum þeirra, sé mið tekið af umfjöllun miðla vestanhafs. Flestir þeirra hafa áður lýst yfir efasemdum um ákærurnar en segja nú að eftir frekari skoðun geti þau ekki annað en greitt atkvæði með ákærunum. Trump hafi fórnað hagsmunum Bandaríkjanna fyrir eigin hagnað og grafið undan forsetakosningum næsta árs. Ekki sé hægt að bíða og setja málið í hendur kjósenda þar sem Trump hafi þegar sýnt fram á að hann sé tilbúinn til þess að svindla í kosningunum. Þau segjast verða að gera hið rétta, þó það gæti kostað þau pólitískt séð. Hér má sjá þingkonuna Elissa Slotkin frá Michigan ræða við kjósendur í gær. Einn þingmaður Demókrataflokksins, sem hefur verið mótfallinn ákærunum, hefur þó ákveðið að gerast Repbúlikani en hann var orðinn verulega óvinsæll meðal kjósenda Demókrataflokksins í umdæmi sínum.Sjá einnig: Ætlar að skipta um lið og ganga í RepúblikanaflokkinnTrump er þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður fyrir embættisbrot og sá fyrsti sem stendur í kosningabaráttu á sama tíma. Tvær ákærur Demókratar hafa opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hann er sakaður um að misnota vald sitt og að standa í vegi þingsins varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Meðal annars stöðvaði Trump afhendingu tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoðar til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt. Þá var fundur Zelensky og Trump, sem Zelensky sóttist eftir, skilyrtur því að forsetinn úkraínski tilkynnti tvær rannsóknir sem koma Trump vel fyrir kosningarnar á næsta ári.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum TrumpDemókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoðinni til Úkraínu. Vitni og aðrir segja það hafa verið gert til að þrýsta á Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Trump hafði krafið Zelensky um að tilkynna opinberlega að hann ætlaði að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump fyrir kosningarnar á næsta ári. Á því byggir ákæran um að Trump hafi misnotað vald sitt. Þá meinaði forsetinn starfsmönnum ríkisstjórnar sinnar að bera vitni og neitaði að afhenda gögn sem þingið krafðist. Á því byggir kæran um að Trump hafi staðið í vegi þingsins. Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Málið snýst í rauninni ekki um það hvort Trump hafi gert það sem hann er sakaður um. Þar er enginn vafi á. Málið snýst um það hvort það sé nægjanlegt tilefni til að vísa forseta úr embætti. Í fyrstu virtust þó nokkrir Repúblikanar vera þeirrar skoðunar að forseti ætti ekki að haga sér svona en það hefur breyst.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15 Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42 Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15 Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45 Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínum Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. 13. desember 2019 15:37 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt og standa í vegi þingsins Demókratar hafað opinberað tvær ákærur gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. 10. desember 2019 14:15
Þingmenn vilja stutt réttarhöld Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vilja stutt réttarhöld yfir Donald Trump og vilja ekki kalla til vitni. Þá vilja þeir hafa réttarhöldin eftir áramót. 12. desember 2019 13:42
Atkvæðagreiðslu frestað: „Ekki séns að Trump verði vikið úr embætti“ Atkvæðagreiðslu dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um ákærur gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot var frestað í nótt eftir rúmlega 14 tíma nefndarfund. 13. desember 2019 09:15
Demókratar hvetja Repúblikana til þess að greiða atkvæði með ákærum Háttsettir Demókratar hafa biðlað til Repúblikana að greiða atkvæði með því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot í stað þess að fylgja flokkslínum. 15. desember 2019 23:45
Ákærurnar samþykktar úr nefnd eftir flokkslínum Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar munu svo greiða atkvæði um ákærurnar í næstu viku. Því næst fer málið fyrir öldungadeildina, þar sem nokkurs konar réttarhöld fara fram. 13. desember 2019 15:37