Anníe Mist er stolt af því að íslenska CrossFit æfingin „Dóttir“ sé orðin heimsflakkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar góðum árangri með íslenska fánann. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan. CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Þeir sem fylgdust vel með CrossFit mótinu í Dúbaí um helgina könnuðust örugglega við nafnið á níunda hluta keppninnar því hann bar nafnið „Dóttir“ og kepptu bæði karla og konur í henni. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki meðal keppenda í Dúbaí að þessu sinni en á mikið í þessari æfingaröð sem varð til í kringum CrossFit Reykjavík fyrr á þessu ári. Á því móti, því fyrsta á Íslandi sem gaf farseðil á heimsleikana, var sérstök aukakeppni á milli Anníe Mistar og Katrínar Tönju Davíðsdóttir. Anníe Mist hafði þar betur en hér fyrir neðan má sjá æfinguna sem heitir „Dóttir“ og keppt var í um helgina. View this post on Instagram Individual Event 9 “Dottir Workout” Women start at 4:25. Men start at 4:59. #DCC19 #DubaiCrossFitChampionship #CrossFit #Sanctionals @RogueFitness @reebokmena @emirates @jumeirahcreeksidehotel @dubaisc @hyperice @511tactical @picsil_sport @gowod_mobilityfirst @wodproofapp @rephouse @akifitness @dubaicalendar @emiratessportsmed A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) on Dec 14, 2019 at 4:09am PST Sara Sigmundsdóttir og Eik Gylfadóttir kepptu báðar í „Dóttir“ í Dúbaí sem og Björgvin Karl Guðmundsson. Sara varð í öðru sæti og Eik í tíunda sæti. Það var Ástralinn Jamie Greene sem vann þessa íslensku CrossFit grein. Björgvin Karl náði sér ekki alveg á strik og endaði í sjöunda sæti í karlakeppninni í þessari mjög svo krefjandi grein. Anníe Mist nýtti tækifærið þegar ljóst varð að „Dóttirin“ hennar var komin í útrás til Dúbaí og deildi gæsahúðamyndbandi frá uppákomunni í maí þegar keppt var í „Dóttir“ í fyrsta sinn. View this post on Instagram I’m so proud that @dxbfitnesschamp decided to repeat the DOTTIR workout introduced @reykjavikcrossfitchampionship earlier this year. I wish I had been out there on the floor doing the workout with all the amazing athletes in Dubai, but since I couldn’t be there, here is a throwback to two DOTTIRS, me and @katrintanja going head to head. Full video on my YouTube page! Link in bio 12-9-6 Bar MU 21 DL - 15 Hang Clean - 9 STOH Bar at 100/70kg - 220/155lbs Proud to be a Dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Dec 15, 2019 at 2:36pm PST Anníe Mist segir á Instagram síðu sinni að hún hafi verið mjög stolt af því „Dóttir“ var valin sem æfing á mótinu í Dúbaí og að hún hefði óskað að hún væri að taka á því með hinum stelpunum. Í myndbandinu sem kom inn á Youtube síðu Anníe Mistar má sjá upphitun fyrir æfinguna í Laugardalshöllinni í maí 2019 og þar má sjá helstu afrekskonur Íslands í gegnum tíðina. Eftir þessa dramatísku og flotta inngang má síðan sjá rosalega keppni á milli Anníe Mistar og Katrínar. Jamie Greene kláraði æfinguna í Dúbaí á fimm mínútum og fjórum sekúndum og Sara kom næst aðeins þremur sekúndum á eftir henni. Anníe Mist kláraði æfinguna á fjórum mínútum og tuttugu sekúndum í Laugardalshöllinni síðasta vor. Katrín var um sautján sekúndum á eftir henni og kláraði því líka á undir fimm mínútum. Það má sjá þessa gæsahúðamyndband hér fyrir neðan.
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira