Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:27 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fleiri fréttir Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39