Segir meirihlutann ekki leggjast gegn frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. desember 2019 19:27 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um leið og færi gefst. Varaformaður nefndarinnar segir misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathuguninni. Tillaga Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata og formanns nefndarinnar, um að hefja frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins var samþykkt fyrr í þessum mánuði af tveimur þingmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni. Meirihlutinn fól þó varaformanni nefndarinnar að fara fyrir málinu.Sjá einnig: „Ég svara því bara fullum hálsi“ „Þegar ég tek að mér að vera einn af formönnunum í þessari nefnd þá verð ég að sjálfsögðu að vera tilbúin að taka að mér þau mál sem að koma upp í nefndinni þannig að sjálfsögðu vinn ég málið í samvinnu við alla í nefndinni,“ segir Líneik.En formaður nefndarinnar sem lagði fram þessa tillögu, nýtur hún þá ekki trausts til að fara sjálf fyrir málinu? „Þú verður að spyrja aðra um það, alla veganna tók ég þetta mál að mér,“ svarar Líneik. Spurð hvort hún sé sátt við að fara fyrir málinu þegar meirihlutinn styðji ekki tillöguna segir Líneik það vera misskilning að meirihluti nefndarinnar leggist gegn frumkvæðisathugun. „Meirihlutinn hefur eingöngu gert athugasemdir við málsmeðferðina og vilja fara aðrar leiðir og afla meiri upplýsinga áður en þessi ákvörðun var tekin,“ segir Líneik. Sjálf segist hún ætla að vinna af heilindum að framgangi frumkvæðisathugunarinnar innan nefndarinnar. „Ég er að sjálfsögðu með verkefnið hjá mér og mun fylgja því eftir af mínu besta viti og í samráði við þá sem best þekkja til hvernig er skynsamlegast að halda svona athugun áfram, og þar með alla nefndarmenn,“ segir Líneik. Kalla eftir gögnum frá ráðuneyti Til stóð að nefndin myndi funda um framhald málsins í dag en óvíst er á þessari stundu hvort fundurinn verði að loknum atkvæðagreiðslum um hin ýmsu mál á Alþingi í kvöld, eða á morgun. Þá hyggst Líneik á fundinum leggja til ákveðið form af upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. Hún væntir þess að svör muni berast frá ráðuneytinu áður en þing kemur saman að nýju eftir áramót og í framhaldinu verði tekin ákvörðun um næstu skref. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna segir í samtali við fréttastofu að henni þyki ekki mikill fótur fyrir þeirri gagnrýni sem fram hafi komið gagnvart verklagi minnihlutans í nefndinni. „Mér finnst sú gagnrýni sem fram hefur komið á verklag okkar Guðmundar Andra og Andrésar Inga ekki eiga mikið undir sér vegna þess að þarna voru þau að óska eftir ákveðinni gagnaöflun fyrir ákvörðun um frumkvæðisathugun, en frumkvæðisathugun er auðvitað til þess að afla gagna,“ segir Þórhildur Sunna.Finnst þér þú upplifa traust sem formaður í nefndinni?„Já ég sit enn þá sem formaður og það hefur ekki verið gerð tillaga um annað og formlega séð nýt ég þannig trausts. En auðvitað hefur komið fram þónokkrar bókanir um að þingmenn meirihlutans séu ósáttir við mig og mín störf sem formaður nefndarinnar og þá kannski sér í lagi hvernig ég beiti mér í mínu eftirlitshlutverki gagnvart framkvæmdavaldinu,“ svarar Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir „Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Ég svara því bara fullum hálsi“ Frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra verður til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag. 16. desember 2019 12:39