Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 14:01 Hópurinn Jæja á Facebook birti myndina á síðu sinni í gær. Hefur myndin vakið nokkra athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00