Segir Hauk betri en Óli Stef, Aron og Kristján voru á hans aldri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2019 14:00 Haukur er marka- og stoðsendingahæstur í Olís-deild karla á tímabilinu. vísir/daníel Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020. Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2, segist ekki hafa séð betri 18 ára handboltamann á Íslandi en Hauk Þrastarson. Gaupi hefur fylgst með handboltanum í marga áratugi, var lengi liðsstjóri karlalandsliðsins og hefur starfað sem íþróttafréttamaður í aldarfjórðung. Fáir hafa því betri yfirsýn yfir handboltann en hann. „Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir, Óli, Axel, Alfreð, Aron, Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira. Eina,“ skrifaði Gaupi á Twitter í gær, eftir leik Selfoss og Vals. Haukur Þrastarson er sá besti sem ég hef séð hér heima 18 ára. Betri en Geir,Óli ,Axel,Alfreð,Aron,Kristján og allir hinir á hans aldri. Ekki fleira.Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 15, 2019 Selfyssingar töpuðu, 31-33, en Haukur átti frábæran leik. Hann skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar þrátt fyrir að vera tekinn úr umferð hluta leiksins. Að mati Gaupa stendur Haukur framar Geir Hallsteinssyni, Ólafi Stefánssyni, Axel Axelssyni, Alfreð Gíslasyni, Aroni Pálmarssyni, Kristjáni Arasyni og öllum öðrum íslenskum handboltamönnum þegar þeir voru á hans aldri. Haukur er á sínu þriðja tímabili sem fastamaður hjá Selfossi. Hann varð Íslandsmeistari með liðinu á síðasta tímabili og hefur verið valinn besti ungi leikmaður Olís-deildarinnar tvö ár í röð. Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar á tímabilinu. Hann hefur skorað 109 mörk og gefið 80 stoðsendingar í 14 leikjum. Eftir tímabilið heldur Haukur til Kielce. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við pólska stórlilið. Haukur lék sinn fyrsta A-landsleik aðeins 16 ára og lék tvo leiki á HM í Þýskalandi og Danmörku í janúar. Hann er í 19 manna æfingahópi Íslands fyrir EM 2020.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Björgvin Páll í æfingahópnum fyrir EM | Teitur og Ólafur detta út Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir EM 2020. 16. desember 2019 13:11