Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2019 18:00 Bjarni Benediktsson var gestur Elínar Margrétar í Víglínunni í dag. stöð 2 „Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. Hann sagði það hafa staðið upp úr að meginflutningskerfið hafi brugðist en einnig hafi það verið nokkuð ljóst að þar sem RARIK hafi lagt strengi í jörðu hafi það skipt sköpum. „Við búum tiltölulega fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi og höfum einfaldlega ekki náð að þétta flutningskerfi raforku nægilega vel,“ bætti Bjarni við. Þá hafi margir áttað sig á göllum í kerfinu eftir óveðrið í vikunni og þess vegna hafi verið ákveðið að setja af stað viðbragðshóp stjórnvalda til að horfast í augu við veikleikana og leita svara við því hvernig hægt væri að fyrirbyggja slík vandamál í framtíðinni. „Í tilfelli RARIK, þá er búið að vinna ótrúlega mikilvægt starf við að koma jarðstrengjum fyrir víða í dreifikerfinu. Þegar kemur hins vegar að flutningskerfinu sjálfu og þeim hluta sem snýr að Landsneti þá eru fyrstu viðbrögð Landsnets, og við fengum minnisblað inn í ríkisstjórnina um það, að benda á hversu flókin ferlin eru til þess að fá samþykki fyrir lagningu lína,“ sagði Bjarni. Búið sé að setja upp regluverk sem taki til ýmissa þátta skipulags- og umhverfismála, kæruréttar á mismunandi stigum og svo framvegis sem hafi komið í veg fyrir að félagið hafi getað framkvæmt það sem til stóð. „Í minnisblaði frá Landsneti núna til ríkisstjórnar kom fram að þeir hafi einungis náð að framkvæma helminginn af því sem til stóð undanfarin ár. Þar geta líka verið þröskuldar og ég vil nefna þetta sérstaklega vegna þess að margir spyrja hvort við höfum vanfjármagnað þetta kerfi. Í því tilviki snýst þetta ekki um fjármögnun það eru möguleikar að fjármagna það sem þarf að gera,“ sagði Bjarni. Finna þurfi jafnvægi á milli einkaréttar, umhverfissjónarmiða og almannahagsmuna í þessum málum. Störf björgunarsveitanna skipta sköpum Bjarni sagði mikilvægt að komast fram hjá hindrunum til að tryggja öryggi íbúanna í landinu og sömuleiðis atvinnustarfsemi. Reyna eigi til hins ítrasta að finna leið sem gæti að ólíkum sjónarmiðum en það gangi ekki að við festumst í áratug eða lengur án framkvæmda. Þá sagði hann yfirvöld gera sér vel grein fyrir því hve mikilvægar björgunarsveitirnar eru og allt sjálfboðaliðið þar. Það hafi sýnt sig ítrekað í gegn um árin. „Starfið hjá Landsbjörg úti um allt land er ómetanlegt fyrir okkur öll. Við stjórnvöld sýnum í verki með ýmsum hætti þakklæti fyrir allt það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið, meðal annars með alls konar ívilnunum.“ Hann sagði það óboðlega stöðu að rafmagn og fjarskipti bregðist líkt og þau gerðu í óveðrinu í síðustu viku og það veki mann til umhugsunar. „Það kemur manni í opna skjöldu að það séu slíkir veikleikar í kerfinu hjá okkur.“ Þjóðaröryggisráð mun kynna niðurstöður sínar í febrúar á næsta ári en það tekur við ábendingum um það sem betur má fara og mun vinna úr ábendingum sem þegar eru komnar. Hann segir þó að tryggja þurfi að dreifikerfið sé traust áður en farið verði í betri orkunýtingu. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Víglínan Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
„Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. Hann sagði það hafa staðið upp úr að meginflutningskerfið hafi brugðist en einnig hafi það verið nokkuð ljóst að þar sem RARIK hafi lagt strengi í jörðu hafi það skipt sköpum. „Við búum tiltölulega fámenn þjóð í tiltölulega stóru landi og höfum einfaldlega ekki náð að þétta flutningskerfi raforku nægilega vel,“ bætti Bjarni við. Þá hafi margir áttað sig á göllum í kerfinu eftir óveðrið í vikunni og þess vegna hafi verið ákveðið að setja af stað viðbragðshóp stjórnvalda til að horfast í augu við veikleikana og leita svara við því hvernig hægt væri að fyrirbyggja slík vandamál í framtíðinni. „Í tilfelli RARIK, þá er búið að vinna ótrúlega mikilvægt starf við að koma jarðstrengjum fyrir víða í dreifikerfinu. Þegar kemur hins vegar að flutningskerfinu sjálfu og þeim hluta sem snýr að Landsneti þá eru fyrstu viðbrögð Landsnets, og við fengum minnisblað inn í ríkisstjórnina um það, að benda á hversu flókin ferlin eru til þess að fá samþykki fyrir lagningu lína,“ sagði Bjarni. Búið sé að setja upp regluverk sem taki til ýmissa þátta skipulags- og umhverfismála, kæruréttar á mismunandi stigum og svo framvegis sem hafi komið í veg fyrir að félagið hafi getað framkvæmt það sem til stóð. „Í minnisblaði frá Landsneti núna til ríkisstjórnar kom fram að þeir hafi einungis náð að framkvæma helminginn af því sem til stóð undanfarin ár. Þar geta líka verið þröskuldar og ég vil nefna þetta sérstaklega vegna þess að margir spyrja hvort við höfum vanfjármagnað þetta kerfi. Í því tilviki snýst þetta ekki um fjármögnun það eru möguleikar að fjármagna það sem þarf að gera,“ sagði Bjarni. Finna þurfi jafnvægi á milli einkaréttar, umhverfissjónarmiða og almannahagsmuna í þessum málum. Störf björgunarsveitanna skipta sköpum Bjarni sagði mikilvægt að komast fram hjá hindrunum til að tryggja öryggi íbúanna í landinu og sömuleiðis atvinnustarfsemi. Reyna eigi til hins ítrasta að finna leið sem gæti að ólíkum sjónarmiðum en það gangi ekki að við festumst í áratug eða lengur án framkvæmda. Þá sagði hann yfirvöld gera sér vel grein fyrir því hve mikilvægar björgunarsveitirnar eru og allt sjálfboðaliðið þar. Það hafi sýnt sig ítrekað í gegn um árin. „Starfið hjá Landsbjörg úti um allt land er ómetanlegt fyrir okkur öll. Við stjórnvöld sýnum í verki með ýmsum hætti þakklæti fyrir allt það sjálfboðaliðastarf sem þar er unnið, meðal annars með alls konar ívilnunum.“ Hann sagði það óboðlega stöðu að rafmagn og fjarskipti bregðist líkt og þau gerðu í óveðrinu í síðustu viku og það veki mann til umhugsunar. „Það kemur manni í opna skjöldu að það séu slíkir veikleikar í kerfinu hjá okkur.“ Þjóðaröryggisráð mun kynna niðurstöður sínar í febrúar á næsta ári en það tekur við ábendingum um það sem betur má fara og mun vinna úr ábendingum sem þegar eru komnar. Hann segir þó að tryggja þurfi að dreifikerfið sé traust áður en farið verði í betri orkunýtingu.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Víglínan Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira