Öruggir innviðir samfélagsins Böðvar Tómasson skrifar 15. desember 2019 13:38 Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Fjarskipti Samgöngur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem það veitir er takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun. Margar þjóðir hafa sérstaklega skilgreint mikilvæga innviði, svo sem veitukerfi, samskiptakerfi, samgöngukerfi, heilbrigðisþjónustu og fleira, til að geta meðhöndlað öryggi þeirra með viðunandi hætti. Aðrar þjóðir hafa á síðustu árum valið að skilgreina markmið varðandi öryggi sem mikilvægir innviðir þurfa að uppfylla. Opinber skilgreining á mikilvægum innviðum á Íslandi er takmörkuð og óljóst hvaða markmið eru sett varðandi öryggi þeirra. Unnið hefur verið að auknu öryggi á afmörkuðum sviðum, til dæmis fyrir fjarskipti og fjármál, en heildstæða nálgun vantar. Lög um almannavarnir taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum, en ekki til öryggis þeirra innviða sem nauðsynlegir eru til að tryggja viðbrögðin. Því eru gloppur þegar kemur að því að tryggja heildaröryggi landsmanna, þar sem mikilvæga þætti vantar til að undirbyggja það. Öryggi samfélagsins byggist ekki eingöngu á stökum innviðum heldur eru innviðirnir innbyrðis háðir hver öðrum. Það er þáttur sem oft yfirsést við mat á öryggi þeirra. Milli þeirra eru margs konar tengsl sem geta verið áþreifanleg, landfræðileg, tölvutengd eða jafnvel rökræn. Bilun í einu kerfi getur auðveldlega leitt til þess að annað kerfi dettur út og þannig valdið keðjuverkun eða þrepamögnun bilunarinnar. Nýlegir atburðir á Norður- og Vesturlandi sýna þessi tengsl ágætlega og hvernig þrepamögnun verður. Óveður olli víðtæku rofi á rafmagnslínum og rafmagnsleysi á stóru svæði. Fjarskiptasendar eru aðeins með varaafl í takmarkaðan tíma og flestir símar landsmanna eru þráðlausir eða tengdir tölvukerfinu (IP) og þarfnast reglulega hleðslu. Fjarskipti voru því óvirk á vissum svæðum, sem torveldaði viðbragðsaðilum að sinna hlutverkum sínum og skapaði mikla hættu fyrir íbúa. Þetta á einnig við um öryggisfjarskipti með Tetra kerfi. Útvarpssendar eru háðir rafmagni og fjarskiptabúnaði t.d. ljósleiðara, og því var ekki hægt að koma upplýsingum á framfæri til íbúa. Margir bæir t.d. í Svarfaðardal misstu allt samband við umheiminn í langan tíma. Slíkt verður að teljast óásættanlegt í nútíma samfélagi. Margir staðir sem áður voru með varaaflstöðvar, eru það ekki lengur. Fólk er orðið vant öruggri afhendingu rafmagns, en áhættan er ennþá til staðar. Dæmi er um að varaaflstöðvar hafi ekki virkað eða kláruðu olíubirgðirnar. Dæling olíu á eldneytisstöðvum er yfirleitt háð rafmagni og erfitt að komast að varaaflsstöðvum með olíu vegna veðurs. Í skipulagsreglugerð (nr. 90/2013) er eitt af markmiðunum að hafa öryggi að leiðarljósi við þróun byggðar og landnotkunar. Í því samhengi þarf að tryggja öryggi samfélagsins í víðu samhengi og strax á svæðisskipulagsstigi þarf að átta sig á áhættum tengdum innviðum þess. Fyrir dreifikerfi rafmagns getur öryggið t.d. falist í því að hafa óháðar dreifileiðir, næga flutningsgetu og möguleika á að lagfæra dreifikerfið með skjótum hætti, við bilanir. Greina þarf tengingar mismunandi innviða og þá sérstaklega samspil rafmagns og fjarskipta við mat á heildar áhættu. Verkefni yfirvalda í almannavörnum er að skilgreina nánar mikilvæga innviði samfélagsins og setja viðmið um ásættanlegt öryggi þeirra. Í mörgum tilvikum þarf að auka áfallaþol þeirra og tryggja að samtenging þeirra hafi ekki margföldunaráhrif þegar áföll dynja yfir. Tryggja þarf að tekið sé tillit til heildaröryggis í skipulagi strax á fyrstu stigum skipulagsferlisins og samspil innviða sé tekið með í myndina, bæði við almenna notkun og vegna björgunaraðgerða. Byggt á grein höfundar frá 2013, þar sem fjallað er um sömu vandamál.Höfundur greinarinnar er verkfræðingur og doktorsnemi í áhættustjórnun við Háskóla Íslands.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun