Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Dijon þegar liðið heimsótti Amiens í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Rúnar Alex hefur spilað síðustu leiki Dijon í kjölfar meiðsla Alfred Gomis en hann var mættur aftur í markið í kvöld.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jhonder Cadiz kom Dijon yfir snemma leiks en Moussa Konate jafnaði fyrir heimamenn áður en yfir lauk.
Þessi lið eru jöfn að stigum rétt fyrir ofan fallsvæðið, hafa 17 stig í 16.-17.sæti deildarinnar.
Rúnar Alex horfði á Dijon gera jafntefli
