Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:03 Varðskipið Þór sér Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Vísir/Egill Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“ Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira