Þór mun þurfa að sjá Dalvík fyrir rafmagni næstu daga Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2019 12:03 Varðskipið Þór sér Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. Vísir/Egill Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“ Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Varðskipið Þór mun þurfa að sjá Dalvíkingum og nærsveitungum fyrir rafmagni næstu daga vegna mikilla skemmda á Dalvíkurlínu. Er þetta í fyrsta skiptið sem varðskipið sér bæjarfélagi fyrir rafmagni og mikil ánægja með hvernig til tókst. Rafmagn fór af bænum og sveitum í kring þegar Dalvíkurlínan varð fyrir miklum skemmdum í veðurofsanum á þriðjudag. Hús kólnuðu, fjarskipti rofnuðu og ástandið vægast sagt slæmt. Ákveðið var að varðskipið Þór myndi sjá bænum fyrir varaafli. Skipið lagðist að bryggju í Dalvíkurhöfn á hádegi á fimmtudag og var rafmagnið komið á bæinn aðfaranótt föstudags. Dalvíkurlína varð fyrir miklum skemmdum í óveðrinu.Vísir/Egill Skipið var smíðað í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile og með það í huga að geta séð bæjarfélagi fyrir varafli. Það hafði þó aldrei verið reynt frá því skipið fékkst afhent árið 2011. „Við höfðum aldrei prófað búnaðinn sjálfir heima. Við sáum hann virka í Chile. Við keyrðum hann þar í skamma stund. En við höfðum aldrei notað þetta og þegar búnaðurinn var búinn að standa mjög lengi er eitthvað sem getur farið úrskeiðis. Það tók tíma að koma þessu endanlega á netið,“ segir Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni, sem þekkir best til varaflsgetu varðskipsins. Hercules flugvél danska flughersins flutti rafstreng norður í land sem starfsmenn Rarik notuðu til að tengja skipið við bæinn. Eins og staðan er í dag sér Þór Dalvík fyrir um 70 prósentum af orkuþörf bæjarins. Varðskipið gæti skilað tveimur megavöttum í land. „Spennirinn í landi er 1.600 kílóvött. Mér skildist á Rarik að það væru þrjú megavött sem bærinn þyrfti til að halda öllu gangandi. Við getum framleitt tvö og þá eitt sem kemur annars staðar frá eins og búnaðurinn er í dag. En skipið gæti framleitt 3,2 megavött.“ Einar Hansen, skipaeftirlitsmaður hjá Landhelgisgæslunni.Vísir Ljóst er að viðgerð á Dalvíkurlínu mun taka tíma. Fjöldi staura brotnaði og Þór ekkert á förum frá bænum næstu daga. „Ég held að það sé morgunljóst miðað við ástand á staurum og kerfinu þá verðum hér nokkra daga í viðbót.“ Ríkisstjórnin heimsótti Dalvík í gær til að kynna sér aðstæður. Voru ráðherrarnir afar hrifnir af því að sjá hve vel til tókst að sjá bænum fyrir rafmagni með varðskipinu. Bæði ríkisstjórnin og bæjaryfirvöld þökkuðu áhöfninni kærlega fyrir. Einar segir mikið þakklæti hafa borist frá Dalvíkingum. „Ég hef líka verið að fá frá félögum mínum sem eiga foreldra hérna. Þeir hafa verið að senda manni hvað foreldrar þeirra voru ánægðir að fá heitt kaffi í ylnum. Það er mjög ánægjulegt að fá svoleiðis og gott að geta hjálpað.“
Dalvíkurbyggð Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira