Það er óhætt að segja að sorg ríki í Vestmannaeyjum eftir að Leif Magnus Grétarsson Thisland fannst látinn í Núpá í Sölvadal þar sem slys varð á miðvikudagskvöld hvar Leif var við vinnu.
Leif flutti til Vestmannaeyja árið 2011 en föðurfjölskylda hans er Eyjafólk. Þrír vinir Leifs Magnus heiðruðu minningu hans í kvöld. Þeir skokkuðu upp á Heimaklett og kveiktu á kertum sem mynduðu kross til minningar um vin sinn.
Arnar Gauti Egilsson, Snorri Rúnarsson og Hafþórs Hafsteinsson minnast elsku vinar síns.
„Hvíldu í friði elsku vinur,“ eru skilaboð vinanna þriggja til Leifs Magnus en það er vefmiðillinn Tígull í Eyjum sem greinir frá.
Mynduðu kross á Heimakletti til minningar um elsku vin sinn Leif Magnus

Tengdar fréttir

Nafn drengsins sem leitað er við Núpá
Drengurinn sem leitað er að í Núpá heitir Leif Magnus Grétarsson Thisland.

Flutti til Íslands eftir harmleik í Noregi
Talið er að maðurinn sem fannst látinn í Núpá við Fossgil laust eftir hádegi í dag sé Leif Magnús Grétarsson Thisland. Hundruð manna hafa leitað Leifs Magnúss síðan hann féll í ána á miðvikudagskvöld.