Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 21:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra prófaði í dag að brjóta ís af Dalvíkurlínu. Hún segir ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið. Stöð 2 Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið eftir veðurofsann og ljóst er að forgangsraða þarf í kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra en hagsmunir fárra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynntu sér aðstæður á svæðinu í dag. Stöðufundur haldinn með ráðherrum Bæjarstjórn Dalvíkur hélt stöðufund með ráðherrunum fimm í dag. Þar greindi bæjarstjórinn ráðherrunum frá því að öll fjarskipti hafi verið úti á meðan óveðrinu stóð, þar á meðal útvarpsútsendingar. Því næst var haldið í varðskipið Þór sem liggur niður við bryggju í Dalvíkurhöfn og mun skaffa bænum rafmagn næstu daga á meðan viðgerðum á Dalvíkurlínu standa yfir. Þar var áhöfn skipsins og ríkisstjórninni þakkað fyrir. „Við erum ákveðinn forréttindahópur í þjóðfélaginu núna bara fyrir að fá að hafa þetta hérna því að það eru mörg svæði sem myndu þiggja það á þessari stundu,“ sagði Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar um borð í Þór. Að því loknu skoðuðu ráðherrarnir skemmdirnar á Dalvíkurlínu og tóku þátt í að berja ísinn af línunni. Segir rafmagnsleysið hafa ógnað þjóðaröryggi Rafmagnsleysi á Norðurlandi er sagt hafa ógnað þjóðaröryggi og hefur verið kvartað yfir því hve langan tíma það tekur að koma úrbótum í gegnum kerfið. Samgönguráðherra segir ljóst að þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra í því ferli. „Það getur ekki vegið þyngra, sjónmengun hjá einhverjum einstaklingum en líf og öryggi samborgara þeirra. Við þurfum að hafa einhverja ferla til að geta lagt aðalvegina og aðalflutningslínurnar, þannig er það á Norðurlöndunum og þannig þurfum við að hafa það á Íslandi líka,“ sagði Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir ljóst að tjónið sé mikið. „Það var ákveðið í morgun að setja á laggirnar viðbragðshóp eða átakshóp stjórnvalda, fimm ráðuneyta, þar sem á að fara yfir þessa innviði okkar, af því auðvitað er þetta svakalegt ástand fyrir íbúa. Þetta er mjög þung staða fyrir íbúa á þessu svæði þar sem við erum bæði með umfangsmesta rafmagnsleysi á síðari tímum og mest langvarandi rafmagnsleysi. Við þurfum auðvitað að fara yfir þessa innviði og hvernig við þurfum að forgangsraða aðgerðum til að treysta það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08 Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Þór sér Dalvík nú fyrir rafmagni Varðskipið Þór sér nú Dalvík fyrir um 70 prósent af raforkuþörf bæjarins. 13. desember 2019 08:08
Ekkert kósí eða jólalegt við afleiðingar veðurofsans Unnur Valborg Hilmarsdóttir telur marga ekki gera sér grein fyrir áhrifum veðursins. 13. desember 2019 13:45
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Ráðherrar funda með Dalvíkingum við kertaljós og skipa starfshóp Langvarandi og víðtækt rafmagnsleysi sem hlaust af óveðrinu dagana 11. og 12. desember höfðu mikil efnahagsleg og samfélagsleg áhrif á landsmenn, sérstaklega á landinu norðanverðu. 13. desember 2019 14:17