Stakk upp á því að íbúar Seoul yrðu fluttir um set Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 15:25 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði til að fundi í Hvíta húsinu að allir íbúar Seoul, höfuðborgar Suður-Kóreu, yrðu færðir um set. Þetta á forsetinn að hafa gert þegar spennan á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu var hvað mest snemma í forsetatíð hans. Helstu embættismenn Hvíta hússins, sem voru á fundinum í apríl 2017, voru ekki vissir um það hvort að Trump væri að grínast en ítrekaði orð sín: „Þau þurfa að flytja!“. Að endingu var forsetinn hunsaður. Um 25 milljónir manna búa í Seoul. Þegar Trump sá loftmyndir af Kóreuskaganum að nóttu til, hélt hann fyrst að myrkri hlutinn á milli Kína og Suður-Kóreu væri haf. Seinna meir spurði hann ráðgjafa sína af hverju Seoul væri svo stutt frá landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Borgin er í um 30 kílómetra frá landamærunum. Þetta kemur fram í nýrri bók um samband Trump og herafla Bandaríkjanna; Trump and his Generals: The Cost of Chaos, sem er skrifuð af Peter Bergen. Blaðamenn Guardian hafa fengið eintak til skoðunar.Sú staðreynd að hermenn Norður-Kóreu miða sífellt gífurlegum fjölda fallbyssa á Seoul og gætu valdið gífurlegu mannfalli þar á mjög skömmum til ef til átaka kæmi, hefur takmarkað möguleika Suður-Kóreu og Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Í bókinni kemur einnig fram að á fundi í janúar 2018 sagði Trump að hann vildi að fjölskyldu allra hermanna Bandaríkjanna í Suður-Kóreu yrðu fluttar til Bandaríkjanna. Honum var snarlega ráðlagt að yfirvöld Norður-Kóreu myndu gera ráð fyrir að slíkir flutningar væru undirbúningur fyrir stríð og aðgerðin myndi koma verulega niður á hlutabréfamarkaði Norður-Kóreu. Trump hélt sínu striki þrátt fyrir það og skipaði ráðgjöfum sínum að flytja fjölskyldurnar. Aftur var hann hunsaður og James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra, varð ekki við skipuninni. Trump nefndi hana sömuleiðis ekki aftur.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira