Inter fékk á sig jöfnunarmark í uppbótartíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2019 21:45 Vlahovic fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty Inter gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina í Flórens í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Dusan Vlahovic, 19 ára Serbi, skoraði jöfnunarmark Fiorentina þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann setti boltann þá með vinstri fæti í fjærhornið eftir góðan sprett. Inter náði forystunni strax á 8. mínútu þegar spænski miðjumaðurinn Borja Valero skoraði með lúmsku skoti. Gestunum frá Mílanó tókst ekki að bæta við mörkum og þeim var refsað undir lokin. Þetta er annað jafntefli Inter í röð. Það dugði liðinu þó til að endurheimta toppsætið. Inter er með 39 stig, jafn mörg og Juventus. Fiorentina er í 13. sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 30. október. Ítalski boltinn
Inter gerði 1-1 jafntefli við Fiorentina í Flórens í lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Dusan Vlahovic, 19 ára Serbi, skoraði jöfnunarmark Fiorentina þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann setti boltann þá með vinstri fæti í fjærhornið eftir góðan sprett. Inter náði forystunni strax á 8. mínútu þegar spænski miðjumaðurinn Borja Valero skoraði með lúmsku skoti. Gestunum frá Mílanó tókst ekki að bæta við mörkum og þeim var refsað undir lokin. Þetta er annað jafntefli Inter í röð. Það dugði liðinu þó til að endurheimta toppsætið. Inter er með 39 stig, jafn mörg og Juventus. Fiorentina er í 13. sæti deildarinnar með 17 stig. Liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 30. október.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti