Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina við Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:22 Afar erfiðar og krefjandi aðstæður hafa verið í og við Núpá en vonast er eftir skaplegra veðri í dag. vísir/tpt Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Sjá meira
Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59
Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03