Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 17:45 Björgunarsveitarmenn sinna útkalli á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudagskvöld. vísir/vilhelm Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu. Þá fylgdi mikið foktjón aftakaveðrinu. Þetta kemur fram í stöðumatsskýrslu Almannavarna sem send var fjölmiðlum á fimmta tímanum í dag en hún var rituð klukkan tólf á hádegi. Í skýrslunni eru tekin dæmi um eignatjón sem varð í Vestmannaeyjum. Hjá fiskimjölsverksmiðjunni FES hjá Ísfélagi Vestmannaeyja er áætlað tjón um 30 milljónir. Hjá Vinnslustöðinni er tjónið áætlað um 40 milljónir. Hjá Godthaab er tjónið metið um 15 milljónir og hjá Eyjablikki um 1 milljón. Um 70 fasteignir urðu fyrir foktjóni en ekki er vitað um tjónafjárhæð. Þá er ótalið annað tjón og óbeinn kostnaður sem óhjákvæmilega fylgir. Í skýrslunni kemur fram að Náttúruhamfaratrygging Íslands greiði tjón sem verði á fasteignum, innbúi og lausafé vegna sjávarflóða. Óverulegt tjón enn sem komið er vegna sjávarflóða. Einungis hafi borist tilkynningar um sjávarflóð í Straumsvík, á Bakkafirði, á Borgarfirði eystra og Raufarhöfn. 800 björgunarsveitarmenn sinnt meira en 1000 verkefnum Þá eru verkefni björgunarsveitanna rakin í skýrslunni en mikið hefur mætt á sveitunum síðustu daga: „Í heildina til hafa um 800 björgunarsveitarmenn verið við störf undanfarna daga. Þar af hafa 224 komið að leit að ungum dreng í Sölvadal. Bjargir hafa verið sóttar frá nærliggjandi svæðum auk liðsauka frá suðvesturhorninu og Vesturlandi. Um 80 björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í Húnavatnssýslu og 75 í Skagafirði. Um 223 björgunarsveitarmenn hafa sinnt óveðurs- og ófærðarverkefnum á Norðurlandi eystra og víðar. Björgunarsveitir hafa leyst vel yfir 1000 verkefni og aðstoðarbeiðnir á landsvísu. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturland og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum,“ segir í skýrslunni. Viðbragðsaðilar eru enn að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi. Segir í skýrslunni að aðgerðir viðbragðsaðila hafi gengið vel. Almenningur hafi reynst vel undirbúinn og farið að tilmælum viðbragðsaðila og yfirvalda: „Enn eru viðbragðsaðilar að störfum og verða næstu daga, sérstaklega á Norðurlandi, verkefni þeirra snúa að enduruppbyggingu samfélaga og íbúa þeirra. Verið er að huga að íbúum á þeim svæðum þar sem húsahitun er ábótavant og tryggja öryggi, líf og heilsu íbúa. Ástand er víða slæmt á sveitabæjum vegna rafmagns- og sambandsleysis. Hætta er á að mikill skaði verði ef ekki er brugðist við skjótt. (sjálfvirkir þjarkar sjá um mjaltir, fóðurgjöf, mokstur og annað sem háð er rafmagni). Mikilvægt er á ná til bæja í strjálbýli sérstaklega þar sem rafmagnslaust hefur verið. Gera verður ráð fyrir að flytja þurfi fólk frá rafmagnslausum stöðum vegna kólnandi veðurs. Gera verður ráðstafanir svo opna megi fleiri fjöldahjálpastöðvar ef nauðsyn krefur, bæta við vélakost rafstöðva. Mikið álag er á viðbragðsaðilum og huga þarf að auknum mannskap svo tryggja megi hvíld og samfellu í störfum viðbragðsaðila,“ segir í skýrslu Almannavarna.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tryggingar Veður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent