Kallar saman þjóðaröryggisráð vegna óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug. Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs hefur boðað til fundar í þjóðaröryggisráði síðdegis í dag vegna þess ofsaveðurs sem gekk yfir landið og þeirra afleiðinga sem það hefur haft. Þá munu ráðherrar heimsækja samhæfingamiðstöð almannvarna í dag til að taka stöðuna að því er fram kemur í færslu Katrínar á Facebook. „Síðustu sólarhringa höfum við verið minnt á að við búum við öflug náttúruöfl. Aftakaveður hefur verið fyrir norðan og íbúar þar eru í sérstaklega erfiðri stöðu,“ skrifar Katrín. Hún hafi verið í sambandi við bæði íbúa og sveitarstjórnafólk en víða sé staðan bæði þung og erfið. „Á sama tíma er ljóst að viðbragðsaðilar hafa ekki unnt sér hvíldar og hafa unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður,“ segir Katrín.Viðtali Katrínar við Reykjavík Síðdegis hefur verið bætt við fréttina og má heyra hér að neðan. Hún hafi því boðað þjóðaröryggisráð á fund klukkan fimm í dag og fer fundurinn fram í stjórnarráðinu. Þá hefur verið settur saman hópur sem mun fara í það að greina stöðuna og leggja til nauðsynlegar úrbætur til að tryggja að afleiðingar á borð við þær sem sést hafa eftir óveður síðustu daga geti ekki endurtekið sig. „Hópurinn fer strax af stað með fulltrúa mínum, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,“ segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í færslu á sinni Facebook síðu að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að bregðast við skjótt og koma hlutunum í samt lag á nýjan leik. „Enn og aftur kemur í ljós hvað við Íslendingar búum vel að öflugum viðbragðsaðilum,“ skrifar Áslaug og vísar þar til bæði sjálfboðaliða í björgunar- og hjálparsveitum, starfsfólks lögreglu, landhelgisgæslu, sveitarfélaga, Vegagerðarinnar og fyrirtækja á borð við Landsnet og Rarik. „Það er aðdáunarvert að fylgjast með öllu því fólki sem þar starfar og er reiðubúið að bregðast við, fara út í óveðrið og bjarga því sem bjargað verður í þágu samborgara sinna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við allt þetta fólk,“ segir Áslaug.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53 Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Ísland verður ekki með í Eurovision Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Sjá meira
Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins "Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. 12. desember 2019 11:53
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51