C130 Hercules-flugvél danska flughersins þarf að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar, áður en haldið er norður í land, þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að nauðsynlegt sé að afferma vélana að hluta áður en vélin er aftur fyllt af búnaði sem nota á við leit í Sölvadal.
Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal í Eyjafirði þar sem unglingspiltur féll í Núpá í gær. Tóku Danir vel í beiðnina og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli 11:48.
Ásgeir segir að ekki sé til staðar búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar. Þörf sé á tvöföldum lyftara til að ná búnaðnum út. Hann segir að vélin væri í þann mun að leggja af stað til Keflavíkur þegar Vísir náði tali af honum um 12:50. Þá sé von á að klukkutíma hið minnsta, mögulega tvo, taki að afferma í Keflavík.
Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hans er enn leitað, en aðstæður til leitar eru erfiðar á vettvangi og munu versna eftir því sem kólnar í veðri.
Þarf að fljúga frá Reykjavík til Keflavíkur til að afferma búnað

Tengdar fréttir

Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána
Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag.

Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið
Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.

Dönsk herflugvél á leið norður í leitina
Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal.