Dönsk herflugvél á leið norður í leitina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 12:07 Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal. Danir tóku vel í hjálparbeiðni Landhelgisgæslunnar og var danskri C130 Hercules flugvél flughersins sem var skammt undan ströndum Íslands snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:48. Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina.Flugvélinni verður svo flogið til Keflavíkur áður en hún fer áleiðis norður yfir heiðar þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi var sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær og er hans enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal í morgun.Landsbjörg Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sagði í samtali við Vísi í morgun að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina. Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Grafík/Hjalti „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal. Danir tóku vel í hjálparbeiðni Landhelgisgæslunnar og var danskri C130 Hercules flugvél flughersins sem var skammt undan ströndum Íslands snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:48. Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina.Flugvélinni verður svo flogið til Keflavíkur áður en hún fer áleiðis norður yfir heiðar þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi var sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær og er hans enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal í morgun.Landsbjörg Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sagði í samtali við Vísi í morgun að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina. Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Grafík/Hjalti „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna.
Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira