Dönsk herflugvél á leið norður í leitina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 12:07 Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal. Danir tóku vel í hjálparbeiðni Landhelgisgæslunnar og var danskri C130 Hercules flugvél flughersins sem var skammt undan ströndum Íslands snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:48. Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina.Flugvélinni verður svo flogið til Keflavíkur áður en hún fer áleiðis norður yfir heiðar þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi var sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær og er hans enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal í morgun.Landsbjörg Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sagði í samtali við Vísi í morgun að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina. Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Grafík/Hjalti „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna. Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal. Danir tóku vel í hjálparbeiðni Landhelgisgæslunnar og var danskri C130 Hercules flugvél flughersins sem var skammt undan ströndum Íslands snúið við og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:48. Vélin flytur kafara, björgunarsveitarmenn og búnað norður á Akureyri til að aðstoða við leitina.Flugvélinni verður svo flogið til Keflavíkur áður en hún fer áleiðis norður yfir heiðar þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík. Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi var sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. Unglingspiltur féll í ána í gær og er hans enn leitað. Aðstæður eru erfiðar á vettvangi og verða erfiðari eftir því sem kólnar. Björgunarsveitarmenn við leit í Sölvadal í morgun.Landsbjörg Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg sagði í samtali við Vísi í morgun að í nótt hafi verið ræstir út fjórir björgunarhópar á fjórum bílum frá Reykjavík. Þeir óku af stað klukkutíma eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar flaug úr borginni með tíu sérhæfða straumbjörgunarmenn til aðstoðar við leitina. Þá voru þrír hópar frá Norðurlandi vestra sendir austur í morgun. Samtals telja björgunarmennirnir hátt í þrjátíu. Aðstæður eru afar erfiðar á slysstað við Núpá, að sögn Jónasar. Slysið varð við Núpá, sem hér sést á korti.Grafík/Hjalti „Auðvitað skána þær þegar kemur dagsljós en um leið verða þær erfiðari því það er að frysta. Því kaldara sem er úti og því kaldara sem vatnið verður, því erfiðara verður það fyrir leitarmenn,“ segir Jónas. „Þarna er krapi, snjór og snjóflóðahætta. Þetta eru krefjandi aðstæður en þetta er gott fólk.“ Unglingspilturinn sem féll í ána var að aðstoða bónda við að koma á rafmagni þegar slysið varð í gærkvöldi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila frá svæðinu var þegar sent á vettvang og leit hefur staðið yfir síðan. Á meðal þeirra sem taka þátt í leitinni eru kafarar, lögreglumenn, sérhæfðir straumbjörgunarmenn og leitarhundur. Þá var TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar við leit á svæðinu til klukkan hálf fimm í nótt en þá var skyggni farið að versna.
Landhelgisgæslan Óveður 10. og 11. desember 2019 Slys við Núpá í Sölvadal Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira