Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2019 11:51 Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir. @hjalparsveitskataikopavogi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang. Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. Veðrið hafi dregið fram fram veikleika í kerfum, eitthvað sem þurfi að bregðast við hratt og örugglega, bæði hvað varðar uppbyggingu og viðbúnað. Vísar Sigurður Ingi til rafmangsleysis sem fólk á Norðurlandi vestra og yfir á austfirði hefur fundið verulega fyrir auk þess sem fjarskiptakerfi hafa legið niðri.Vinnuflokkar hjá Landsneti voru í nótt að hreinsa ís og seltu af Sauðárkrókslínu. Myndskeiðið sýnir vel hvernig aðstæður voru við þessa vinnu. „Það er mikilvægt að það sé nægjanleg orka á hverjum stað. Það er nauðsynlegt að flutningskerfið sé þannig byggt upp að fólk geti treyst því og að einstaklingar geti ekki komið í veg fyrir lagningu raforkulína þegar líf og öryggi samborgaranna er í húfi,“ segir Sigurður Ingi. „Við verðum að fara vel yfir þann viðbúnað sem þarf að vera fyrir hendi, bæði hvað varðar raforkukerfið, þjónustulið Vegagerðarinnar og öryggi fjarskiptakerfisins. Það er hagsmunamál landsins alls en ekki síður stórkostlegt lífsgæðamál fyrir íbúa byggðanna.“ Hann segir að ríkisstjórnin taki málin föstum tökum og ræði ástandið á ríkisstjórnarfundi á morgun. „Ég mun sem byggðamálaráðherra leggja alla áherslu á að allir íbúar landsins búi við öryggi.“ Tuttugu stæður brotnar á Dalvíkurlínu Eftir mikla vinnu í nótt við að hreinsa tengivirkið í Hrútatungu tókst að spennusetja virkið um klukkan fimm í morgun og fá notendur á norðvesturlandi nú rafmagn frá flutningskerfinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsneti. Tengivirkið hafði verið úr rekstri frá því um klukkan hálf ellefu á þriðjudagskvöld. Einnig tókst að koma rafmagni á Vesturlínu til Mjólkár, notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá enn rafmagn í gegnum varafl. Sauðárkrókslína kom í rekstur klukkan 7:38 í morgun og notendur á Sauðárkróki og nærsveitum fengu rafmagn í kjölfarið. Mikil ísing og selta hafði safnast fyrir bæði í tengivirkinu á Sauðárkrók og á línum. Var unnið við hreinsun á þeim í alla nótt. Um 20 stæður eru brotnar á Dalvíkurlínu, sem tengir Akureyri við Dalvík. Notendur Dalvík og þar fyrir norðan eru án rafmagns frá flutningskerfinu. Allt tiltækt lið frá Landsneti, Rarik, Veitum og verktökum og varaefni er beint á svæðið og viðgerðir eru að hefjast. Notendur fá rafmagn frá varaaflsvélum Rarik á svæðinu. Vitað er um 14 stæður brotnar á Kópaskerslínu, sem tengir Húsavík við Kópasker. Eitthvað er um straumleysi í Kelduhverfi. Sjónskoðun er í gangi úr lofti með Landhelgisgæslunni til að meta tjón á línum norðanlands. Breiðadalslína, sem liggur frá Mjólká í Breiðadal ekki í rekstri. Tilraunir til að setja línuna í rekstur hafa ekki gengið eftir. Verið er að kanna hvort skemmdir séu á línunni. Notendur á norðanverðum Vestfjörðum fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík á meðan línan er ekki í rekstri. Stæður eru brotnar á að lágmarki tveimur stöðum í Láxárlínu, sem liggur frá Akureyri að Laxárstöð. Notendur eru straumlausir í Aðaldal og nærsveitum þar sem rekstrarvandamál eru í Laxárstöð vegna krapastíflu. Unnið er að því að koma vélum í Laxárstöð í gang.
Fjarskipti Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira